Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 174
SKAGFIRÐINGABÓK
Sá skuggalegi karakter sem hér var nefndur, Jón Mógils, var
sonur Gísla Jónssonar bónda á Mógilsá, fæddur 1750. Hann
lauk læknisprófi 1783, hlaut doktorsnafnbót árið eftir og varð
því næst héraðslæknir í Noregi. Hann er sagður hafa verið
snjall en drykkfeildur mjög. Hann átti ekki langan feril því að
1803 fékk hann lausn og lézt árið eftir, 54 ára.
A meðan Finnur svallaði og tefldi góðu nafni og rykti í tví-
sýnu höfðu ýmsir helztu höfðingjar landsins í nógu að snúast
við að halda honum á floti. Hólabiskupinn, faðir hans, þurfti
þó ekki lengi að berjast við veðlánarana því hann dó eins og
fyrr sagði haustið 1781. Það kom þá í hlut Margrétar móður
hans og Finns biskups að greiða skuldirnar. Magnús Stephen-
sen segir í bréfi frá vorinu 1784 að skuldir Finns muni vera
orðnar um 400 ríkisdalir og Jón Olafsson frá Svefneyjum haldi
yfir honum verndarhendi. Jón þessi var vel metinn fræðimaður
og starfaði í Höfn. Lánardrottnar Finns sátu nú um hann og
1784 var svo komið að Finnur var settur í varðhald vegna skulda
og þá sendi afi hans m.a. Jóni Eiríkssyni konferensráði 100 rd.
til að leysa hann út.
Vorið 1784 kom Finnur heim til Islands. Þá var illt í ári og
móðuharðindi í algleymingi. Þau hófust, eins og alkunna er,
með eldgosi í Lakagígum sem stóð frá því snemma í júní 1783
og fram í ársbyrjun 1784. Fljótlega tók fólk að flýja náttúru-
hamfarirnar og leita í sjávarplássin vestanlands en í kjölfar elds-
umbrotanna fylgdi grasbrestur og eitrun haglendis, skepnufell-
ir og hallæri um allt land, hungursneyð og mannfellir.3
Þá mátti Hólastaður muna sinn fífll fegurri; þar var enn
biskupslaust eftir fráfall Jóns Teitssonar 1781 og illa gekk að
halda skólanum gangandi vegna vistaskorts. Margrét Finns-
dóttir sat þó enn á Hólum og 2. janúar 1784 skrifaði hún
3 Sjá m.a. Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson: Islandssaga til okkar daga,
bls. 249-53; ennfr.: Skaftdreldar 1783-1784.
172