Skagfirðingabók - 01.01.1993, Síða 175
LÚSA-FINNUR
Hannesi bróður sínum.4 Lýsti hún ískyggilegum horfum um
skepnuhöld. Taldi hún sig sirja í óþökk yfirvalda á staðnum og
kvaðst hafa í hyggju að flytja með vorinu að einni af „léns-
jörðunum", Neðra-Asi í Hjaltadal. Þá jörð átti biskupsstóllinn,
eins og raunar flestar aðrar í nágrenninu, en svo virðist sem
hefð hafi verið fyrir því að biskupsekkjur hefðu þessa jörð að
léni.5
Þessi vetur varð afar harður. Hannes lét þess m.a. getið í riti
sínu, Mannfœkkun af hallcerum, að snjóalög hefðu verið svo mik-
il : Hjaltadal að menn hefðu orðið að draga lík á húð til greftr-
unar og beita sjálfum sér fyrir vegna hestleysis.6
Þegar voraði sendi Stefán Þórarinsson á Möðruvöllum, amt-
maður í Norður- og Austuramti, yfirboðurum sinum skýrslu,
dagsetta 12. maí 1784. Þar lýsir hann ástandinu í umdæmi
sínu og vitnar til greinargerða úr einstökum sýslum. Um Skaga-
fjörð segir m.a.:
Hin mikla mergð hesta, sem þessi sýsla, umfram flestar
aðrar í landinu, yfirleitt hefur haft ofgnótt af, féll úr
hungri síðastliðinn vetur. I byrjun apríl kvaðst sýslu-
maðurinn af yfir 50 ungum og gömlum aðeins eiga 4
lifandi. Fyrir öðrum, jafnt embættismönnum sem bænd-
um í sýslunni, sem hafa átt jafnmarga og þar yfir, var
eins komið; já, margir héldu ekki eftir einum einasta
hesti. Oll hross Hólastóls, jafnt staðarins sem biskups-
ekkjunnar Teitsens, eru sögð fallin. Sama er að segja um
féð; umrædd biskupsekkja átti í lok marz enn 20 kindur
lifandi af 120, sem væntanlega eru nú dauðar þar sem
hún mun ekki hafa haft fóður fyrir kýr sínar. Sagt er að
4 Sendibréf frá íslenzkum konurn, bls. 1-5.
5 Jardabók IX, bls. 221; þar segir frá því að Ragnheiður Jónsdóttir biskups-
ekkja í Gröf haldi jörðina „um sína tíð“.
6 Hannes Finsson: Mannfœkkunaf ballœrurn, bls. 115.
173