Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 176
SKAGFIRÐINGABÓK
margar fjölskyldur eigi ekki eina einustu lifandi skepnu
eftir og ... verði að líta á þær sem fórnarlömb hins ömur-
legasta hungurdauða þegar þær hafa uppétið hinar dauðu
og slátruðu skepnur, að hestunum meðtöldum, og hafa
þaðan í frá engar nytjar af þeim.'
Kvíði Margrétar hafði því ekki verið ástæðulaus, en hún flutti
samt að Neðra-Asi, þótt búsmalinn væri fallinn. Bjó hún í
Neðra-Ási þar til hún lézt, 3. júní 1796, á 62. aldursári.
Amtmaðurinn getur þess jafnframt að þótt Hofsóssverzlun
hafi verið allvel birg af matvælum, þá dugi 1800 tunnur mat-
væla skammt til að fæða 3000 íbúa Skagafjarðarsýslu í heilt ár.
Sýslumaður Skagfirðinga um þessar mundir var Vigfús Schev-
ing og sat á Víðivöllum. Hann sendi skýrslu 23- maí 1784. Þar
segir hann að heyskapur hafi mjög farið út um þúfur sumarið
áður, en veturinn harður frá því um 18. desember og fram til
aprílloka. Hross hafi byrjað að falla úr hungri strax í febrúar.
Verð á brúkunarhesti hafi hækkað úr 2—3 ríkisdölum í 5—6 og
fáist þó ekki. Þá segir hann að meirihluti kúa hafi drepizt af
skaðlegu fóðri svo að nú bjóði hinir efnaðri 10—12 ríkisdali fyr-
ir grip. Sauðfé segir hann að sé víða aldauða í heilum kirkju-
sóknum. Telur sýslumaður hungursneyð blasa við, ekki sízt þar
sem hafís fylli enn Skagafjörð svo að hvorki fáist hákarl, fiskur
né fugl. 16. september sama ár skrifaði hann aðra skýrslu og
þóttu horfurnar þá engu betri. Taldi hann að yfir 100 manns
hefðu látizt úr hungri í sýslunni undangengið ár.7 8
Þannig var útlitið þegar Finnur steig á land vorið 1784, lík-
lega í Hólminum. Hann hefur fljótlega áttað sig á stöðunni og
fór þegar að Innra-Hólmi til Olafs Stefánssonar amtmanns.
Kom hann að næturlagi og stanzaði aðeins í fáeina klukkutíma
en bað amtmanninn um lán fyrir hönd Finns afa síns og kvað
7 Skaftáreldar 1783—1784, bls. 307; þýðing J.Á.F.
8 Sama heimild, bls. 372-74.
174