Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 186
SKAGFIRÐINGABÓK
en konan sem var gála geil
ei gekkst fyrir hálfum spón;
ekki var nema Ulfdís heil
undir hans fyrirsjón,
en frúin þurfti að fá í deil
fullkomna portion.23
30. nóvember 1800 kærði sr. Jón Ásgeirsson í Stapatúni Finn
fyrir lélega kirkjusókn og þegar hann kæmi væri hann „... svín-
drukkinn með þvættingi og hneykslanlegu látæði undir guðs-
orðaframburði.“ Og ekki væri hann heldur félegri þegar hann
kæmi til altaris. Þessa kæru sendi prófastur til biskups og nú
átti Finnur þar ekkert skjól lengur því að Flannes hafði dáið
1796. Flótaði biskup að skýra kansellíinu frá málinu og bann-
aði presti að taka sýslumann drukkinn til altaris.24
Þessi staka, sem Páll skáldi orti um sýslumannsfrúna, sýnist
til orðin af svipuðu tilefni:
Varla lúin blóma bar
baga óslakan henti,
Úlfdís frúin ölvuð var,
uppspjó sakramenti.
Breiðfirzki presturinn og fræðagrúskarinn Friðrik Eggerz, lýsti
þeim hjónum svo: „... hún var fríð kona sjónum og gild og að
því leyti ólík manni sínum sem var rauður og búlduleitur og
greppatrýnislegur, en drykkfelld var hún og lauslát mjög ...“
23 Hér er farið eftir handriti skáldsins sjálfs, JS 249 4to, en sálmurinn hefur
a.m.k. verið birtur í tveimur ritum: I [Ævisögu] Jóns Espólíns, bls. 171—74,
en orðalag er þar frábrugðið á stöku stað, og í Skruddn Ragnars Ásgeirssonar,
III. bindi, bls. 69-72, en þar er farin sú vafasama leið að lagfæra kveðskapinn
eftir smekk útgefanda! Hafa þær „lagfæringar" jafnvel verið krotaðar í hand-
rit Páls.
24 Sjá H.Þ.: Æfir lærðra manna 15.
184