Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 189
LÚSA-FINNUR
Um embættisferil Finns þarf ekki að hafa löng skrif. Hann
mátti sæta því hvað eftir annað að mál hans voru send heim
aftur eða ómerkt á æðri dómsstigum. En ekki voru öll embætt-
isverk hans jafnmisheppnuð. Hann sendi t.d. yfirboðurum sín-
um ágætlega skilmerkilega skýrslu þegar óveður olli stórtjóni í
Ingjaldshólssókn í janúar 1799.26
Það mun hins vegar fljótt hafa hallazt á verri hliðina í fjár-
málunum á Sveinsstöðum og þolinmæði yfirvaldanna voru tak-
mörk sett. Haustið 1804 kom t.d. áflogamál nokkurt fyrir Lands-
yfirréttinn sem Finnur hafði dæmt í og var ekki aðeins að rétt-
urinn hnekkti úrskurði Finns og dæmdi hann til að greiða
skaðabætur, heldur hlaut hann ámæli fyrir að hafa notað tvo
„landhlaupara", þar af annan dæmdan stórþjóf, til að framfylgja
dómi sínum. Taldi rétturinn það vitna um á hversu veikum
fótum „yfirvaldsvirðing og myndugleiki" hans stæði að aðrir
höfðu neitað honum um liðsinni.27 Hinn 3. desember sama ár
var þjófnaðarmáli vísað aftur heim í hérað vegna mistaka Finns
og vinnubrögð hans sett undir rannsókn. Þá hafði hann einnig
komið sér í undarlegt klandur vegna glæfralegrar meðferðar á
varningi lausakaupmanns á Búðum. Var því máli að nokkru
leyti einnig vísað til frekari rannsóknar og fylgdu fésektir um-
talsverðar.2S Geir Vídalín biskup lýsti þessu dálítið strákslega
en án allrar illkvittni í bréfi til vinar síns, 29- marz 1805:
I öllum þessum sökum þóttist Fiður verða hart úti, sem
og var satt ... Kom hann því hingað suður nokkru fyrir
jólin og dvaldi fyrst í Vík [Reykjavík] nokkra daga, held-
ur í óorðu. Síðan kom hann hér og var hér um vikutíma.
En rétt í þessum dögum suspenderaði Trampi hann, bæði
fyrir gjald, líka fyrir ýmsar klaganir, sem inn höfðu verið
26 Eiríkur Guðmundsson o.fl.: Sjávarbyggð undirJökli, bls. 316-17.
27 Landsyfirréttardómar I, bls. 104—6.
28 Sama heimild, bls. 144—53.
187