Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 192
SKAGFIRÐINGABÓK
skóla 1791 en bjó annars í Hofstaðaseli sem var í eigu Hóla-
stóls. Þá jörð keypti Gísli síðar af stólnum.'4
I lok 18. aldar fór vegur Hólastóls mjög þverrandi og um
aldamótin 1800 var ákveðið að leggja biskupsstólinn niður.
Arið 1802 voru síðustu nemendurnir brautskráðir frá Hóla-
skóla og eignir staðarins seldar. Arið 1805 keypti Gísli hálfa
Hóla á móti Páli Hjálmarssyni fyrrum rektor Hólaskóla. En þó
að þeir félagar hafi fengið gott orð fyrir skólastarf sitt hefur
búskapur þeirra ekki vakið sömu aðdáun: ....munaði litlu að
þeir settu þar allt í flag“ eins og Hannes Pétursson orðaði það.’5
Hólastaður var dýr og úrræði þeirra minna helzt á skipverja á
gufuskipi sem halda uppi dampi með því að höggva fleytuna í
eldinn: þeir rifu staðarhúsin eitt af öðru og seldu úr þeim
viðinn. Þá var lögð að velli Auðunarstofa, sem hafði staðið á
Hólum síðan á 14. öld og væri vafalaust merkasta hús á land-
inu ef eitthvað stæði uppi af henni nú.
Bogi Benediktsson á Staðarfelli keypti Hóla af þeim félög-
um en Gísli var þó prestur á Hólum 1817—27, er hann fékk
Stærra-Arskóg og fluttist þangað. Arið 1838 settist hann aftur
að í Hjaltadal, hjá dóttur sinni í Neðra-Asi, og dó þar sama ár.
Gísli Jónsson er sagður hafa verið lærður vel, féfastur nokk-
uð og drykkfelldur en fékk þó gott orð. Raunar segir Espólín
um þá bræður alla, syni Jóns biskups, að þeir hafi verið „nokk-
uð viðsjálir kallaðir, og þónokkuð ógætnir við öl, nema Gísli."36
Hann fékkst dálítið við fræðimennsku og lét eftir sig ýmisleg
handrit. Þá er þess getið að hann hafi hvorki getað sungið né
tónað fyrir altari og orðið að lesa allt.
Gísli mun hafa tekið bróður sínum vel og varð að ráði með
þeim að Finnur fengi vegabréf til utanfarar hjá Jóni Espólín og
sigldi síðan með Hofsósskipi. Kristján, sonur Finns, var í för
34 Gísli Magnússon: Sala Hólastólsjarða, bls. 131 og 137-38.
35 Hannes Pétursson: Rauáamyrkur, bls. 68.
36 Jón Espólín: lslands árbœkur XI, bls. 105.
190