Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 196
SKAGFIRÐINGABÓK
Gísli gerði veglega útför Finns bróður síns 5. október á Hól-
um. Þangað komu ýmsir fyrirmenn, m.a. Jón Espólín og þótti
honum....allskemmtilegt að þeim fundi."41
V
Ferill Finns Jónssonar er á margan hátt sérstæður en samt
furðu kunnuglegur. Hann er glataði efnispilturinn, Hafnar-
stúdentinn sem ferst, höfðingjasonurinn sem drekkur út jarð-
arhundruð móður sinnar, loddarinn og ættlerinn sem ættin
hlýtur þó að bjarga, meðan hún getur. Hann er einn margra
vandræðagripa hinnar fámennu, íslenzku höfðingjastéttar og
merkilegt dæmi um það umburðarlyndi sem hún átti til gagn-
vart eigin félögum. Og ekki er Finnur síður þjóðlegur í síðustu
hlutverkunum: Drykkfelldur og kvensamur sýslumaður sem
almúginn hefur að háði og spotti en neitar að gefast upp þótt
yfirvöldin hafi endanlega misst þolinmæðina.
Sagan um efnispiltinn sem fór út í heim til að afla sér mennt-
unar, en villtist af leið, er vitaskuld bæði gömul og ný. Oláns-
maðurinn sem missir jafnan allt úr höndum sér, þó hann fái
hvert tækifærið af öðru, er heldur ekki óþekktur. Myndi Finni
ekki hafa farnazt betur ef hann hefði fengið að eyða æskuár-
unum í Flóanum fremur en í Kaupmannahöfn? — Það hefur
a.m.k. ekki verið eintóm latína sem hann fékk að kynnast í
Hafnarstað. Hins vegar má finna allmörg dæmi um að piltar
lykju stúdentsprófi ytra; einn þeirra var Jón Mógils. Og raunar
var útbreiddur siður allt frá miðöldum að senda börn í fóstur
eða vist hjá vandalausum. Þessi venja tengdist yfirleitt einhvers
konar menntunar- eða uppeldismarkmiðum; ungir piltar fóru í
læri til iðnmeistara í evrópskum borgum og skólar voru sam-
býli lærdómsmanna, nemenda og kennara.42
41 Jón Espólín: Saga fráSkagfirðingum II, bls. 44.
42 Loftur Guttormsson: Bernska, ungdómur og uppeldi, bls. 17-22.
194