Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 197
LÚSA-FINNUR
Þegar íslenzkir skólapiltar fóru utan til náms sigldu þeir í
raun inn í aðra veröld og margir þoldu illa þessi umskipti, þó
að þeir væru eldri en Finnur. Um það leyti sem hann var að
hefja embættisferilinn hélt ungur frændi hans og nafni, Finnur
Magnússon, til náms í Kaupmannahöfn. Móðir hans, Ragnheið-
ur Finnsdóttir, trúði Valgerði Jónsdóttur, ekkju Hannesar Skál-
holtsbiskups, fyrir áhyggjum sínum og kvíða í allmörgum bréf-
um næstu árin.43 Og þótt hún viki ekki orði að nýlegum af-
rekum frænda síns í höfuðstaðnum máttu þau vera bæði henni
og viðtakanda bréfanna í fersku minni. En þótt Finnur Magn-
ússon ætti líka sín hliðarspor farnaðist honum ólíkt betur en
Finni sýslumanni.
Jón Teitsson og Margrét Finnsdóttir voru grafin í Hóla-
kirkju og legsteinn mikill gerður til minningar um þau. Hann
var höggvinn í Kaupmannahöfn og mun vera með sama hand-
bragði og legsteinn Finns Jónssonar Skálholtsbiskups. Er þess
getið að börn þeirra hafi látið gera þennan stein.44 Á vissan
hátt má því segja að þar geti að líta eina minnismerkið í Skaga-
firði um þann lánlausa sýslumann Lúsa-Finn.
Heimildir:
Óprentaðar
Hannes Þorsteinsson: „Finnur Jónsson." Æfir lærðra manna 15. Handrit í Þjsks.
JS 249 4to. Kvæða- og vísnabók eftir Pál Jónsson [skáltla]. Ehdr.
Lbs. 29 fol.: Bréf til Hannesar biskups Finssonar frá Magnúsi Stephensen o.fl.
Lbs. 936 4to: Vísna- og kvæðabók með hendi síra Friðriks Eggerz.
Þjsks., sýsluskjöl, Snæf. IV: Dóma- og þingbækur.
Þjsks., sýsluskjöl, Snæf. VIII UUppboðsbók 1797-1818.
43 Konurskrifa bréf, bls. 9-32.
44. Sigurjón Páll Isaksson: Um legsteina í Hóladómkirkju, bls. 117—21.
195