Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 203
SKÚLI FÓGETI OG BJARNI FRÁ VÖGLUM
um nóttina. Þeir komu seint og háttuðu strax og duttu í svefn
um leið. Ljóstíra var á borðinu.
Nú víkur að því, að Bjarni vaknar og þolir ekki við fyrir
þorsta. Hann tekur barnskönnuna, dýfir fingrunum ofan í hana
og nýr svo rjóma í skegg Skúla, er svaf fast. Hann var fyrir
framan Bjarna í rúminu. Svo þambar Bjarni allt úr könnunni
og leggst aftur út af. Eftir nokkra stund vaknar barnið hjá kon-
unni og fer að skæla. Konan þrífur könnuna og ætlar að gefa
barninu í pelann. Þá er kannan tóm og konan bölvar kettinum,
því að hún hélt, að hann mundi hafa farið í könnuna. Bjarni
heyrir til konunnar og barnsins, læzt vakna með andfælum,
sezt upp og sér að það er mjólk í skeggi Skúla. Hann segir:
„Skúli, andskoti er að sjá þetta. Þú hefir drukkið úr barnskönn-
unni. Skeggið á þér er allt löðrandi í mjólk.“
Skúli vaknar og þrífur um skeggið og verður var við mjólk-
ina, en segir ekki neitt. Hann veit strax, að Bjarni muni hafa
leikið á sig. En það var þeirra háttur að láta á engu bera um
hrekki hins, heldur reyna sem fyrst að launa það með líku
móti.
Svo kom morgunninn, og fóru þeir ferða sinna vestur. En
Skúli þurfti að dvelja eitthvað á leiðinni, svo það var orðið
dimmt um kvöldið, er þeir riðu niður Silfrastaðafjall. Skúli
segir þá við Bjarna: „Andskoti er nú það að hafa ekkert í staup-
inu.“ Bjarni tekur því fálega og heldur engan veg til þess. Svo
ríða þeir þögulir um stund. Þá segir Skúli allt í einu: „Eftir á
að hyggja, það er verið að gifta á Silfrastöðum í kvöld. Það ber
vel í veiði.” Jú, Bjarni hafði eitthvað heyrt um það. Nú koma
þeir heim að túninu á Silfrastöðum. Þá fer Skúli af baki og
segir við Bjarna, að nú skuli hann ganga hægt heim að bænum
og vita, hvers hann verði var og taka vel eftir öllu. En svo var
háttað byggingu á Silfrastöðum, að stór skáli var fremstur bæj-
arhúsa með stórum stafnglugga, er vissi í suður. Stór og langur
gluggaskans var í stafninn út frá glugganum.
Nú fer Bjarni heim að bænum og heyrir strax glaum og
201