Skagfirðingabók - 01.01.1993, Síða 204
SKAGFIRÐINGABÓK
gleði á skálanum. Skríður hann inn í gluggaskansinn og fer að
skyggnast inn um gluggann. Þá kemur Skúli aftan að honum
og drífur hann inn um gluggann svo hart, að Bjarni brýtur
hann, hlunkast sjálfur inn á veizluborðið og brýtur þar glös og
könnur. Þá voru veizlugestir að drekka púns og var verið að
mæla fyrir brúðhjónaskálinni.
Nú varð mesta uppistand í skálanum, og menn ruddust að
Bjarna með illyrðum, en þá sagði hann þessi orð með mestu
hógværð: „Látið þið ekki svona, piltar. Eg var sendur." Sagði
hann svo frá ferðum sínum. En það er að segja af Skúla, að
hann tók snarlega hest sinn og reið geyst niður Blönduhlíð og
heim að Ökrum.
Morguninn eftir sendi Skúli vinnumann sinn fram að Silfra-
stöðum með peninga; mælti svo fyrir, að hann ætti að borga að
fullu þær skemmdir, sem orðið höfðu af völdum Bjarna.
II
Nú er það einu sinni um haust annað, að Bjarni fer skreiðarferð
út á Bæjarkletta. Hann er einn síns liðs. Þegar hann snýr við af
Bæjarklettum að morgni dags, veit hann, að þennan dag muni
Skúli mæta sér, því að hann ætlaði í embættiserindum út í
Hofsós. Veit hann, að Skúli muni heimta af sér brennivín, þeg-
ar hann mæti sér. Hugsar hann sér nú að leika á Skúla.
Bjarni átti legil og hafði vanalega brennivín á honum á
ferðum sínum og batt hann ævinlega um miðklakk. Þennan
legil þekkti Skúli vel. En nú breytir Bjarni um, setur lýsi á
legilinn og bindur hann svo um miðklakk að vanda. Nú fer
sem Bjarna grunar. Þeir mætast á Brimnesskógi innan við
Kolkuós. Báðir fara af baki og heilsast. Skúli segir strax: „Nú
vil ég hafa brennivín, Bjarni." Bjarni svarar: „Því er nú miður,
ég hef ekkert brennivín." Skúli segir: „Þú lýgur því. Þú hefur
víst brennivín." Bjarni neitar því enn. Skúli segir, að það hljóti
202