Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 205
SKÚLI FÓGETI OG BJARNI FRÁ VÖGLUM
að vera brennivín í leglinum eins og vant sé. Bjarni neitar því.
Segist hafa orðið að setja lýsi á hann. Sig hafi vantað ílát undir
lýsi. Skúli segir hann ljúga því. Bjarni segir það alveg satt.
Skúli reiðist og sker á bandið, sem legillinn var bundinn með,
þrífur tappann og sýpur karlmannlega á. Fleygir svo leglinum
frá sér og segir Bjarna að fara grábölvuðum og ríður sína leið
án þess að kveðja Bjama.
III
Skúli var mesti ákafamaður og þoldi engan slæpingsskap. Þeg-
ar hann bjó á Okrum rann Gegnir þar niður undan, en Héraðs-
vötn fjær. Brú var yfir Gegnir og á henni farið með heyband.
Nú var það einu sinni, að strákur nokkur fór með heyhesta af
engjum, en Skúli tók sjálfur á móti. I einni ferðinni rasar einn
hesturinn út af brúnni og ofan í Gegnir. Strákurinn lét hann
eiga sig og stanzaði ekkert. En er heim kom segir hann Skúla
frá. Skúli spyr: „Hélztu ekki hiklaust áfram?“ „Jú“ sagði strák-
ur. „Það var alveg rétt. Bara áfram. Bara áfram, svo gengur
það.“
IV
Skúli lét byggja bæinn á Okrum og það mjög reisulegan og
rammbyggðan; veggir feiknabreiðir eða þykkir. Göngin svo há
og breið, að ríðandi maður hefði getað farið um þau öll. Stoðir
í bæjardyrum og göngum, sumar allt að faðmi í ummál og
stoðarsteinar gríðarstórir. Sumt af þessu stendur enn lítt hagg-
að.
Það er sögn, að þegar verið var að hlaða veggina og þeir
orðnir háir, kom Skúli út einn morgun og sér þá, hvar einn
verkamaðurinn stendur upp við rekuna á einum veggnum, líkt
og hann sé að styðja sig við hana. Skúli reiddist, stekkur af stað
203