Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 3
X 9<í?.(
Xjl
MILAMNG
4. HEFTI — 1969
Ritnefnd : Ármann Halldórsson Eiðum (ritstj.), Birgir Stefánsson
Neskaupstað, Sigurður Ó. Pálsson Borgarfirði.
Afgreiðslumenn : Birgir Stefánsson, Ármann Halldórsson.
Útgefandi : Sögufélag Austurlands.
Nesprent Neskaupstað.
Frá Sögufélaginu
Þrettánda sept. sl. hafði stjórn Sögufélagsins sig í að halda
aðalfund í félaginu eftir að ifarizt hafði fyrir tvö ár í röð.
Árið 1967 var -að Vísu boðaður fundur, en svo fáir komu að
tekkii þjótti fsert að halda nema „rabbfund" eins og S. Ó. P.
kallar það í 2. h. Múlaþings. Árið 1968 var engin tilraun gerð
til fundarboðunar af hálfu stjórnarinnar. Nú var fundur aft-
ur á móti bæði boðaður, með bréfi og auglýsingu í Austur-
landi, og haldinn. Fundurinn var auðvitað boðaður skráðum
félagsmönnum cg auk þess ýmsum er vænta mætti að hefðu
áhuga á starfsemi félagsins — 82 fundarboð.
Tólf komu til fundar: Þorkell St. Ellertsson (fundarstjóri),
séra Ágúst Sigurðsson (fundarritari), Ármann Halldórsson
(formaðurj, Björn Sveinsson (gjaldkeri), Jón Björnsson og
Helgi Gíslason (stjórnarm.), umboðsm'9.nnimir Birgir Stefáns-
son Norðfirði, Sveinn Einarsson Völlum og Gísli Hallgrímsson
Tungu, Ásdís Sveinsdóttir, Matthías Eggertsson og Einar Pét-
ursson.
Það kom fram á fundinum um starfsemina að þrjú hefti af
Múlaþingi væru komin út og fjórða í prentun (þetta hér).
Pjárhagur er viðunandi, má segja að náðst hafi það nauðsyn-
lega mark að eiga inni stofnfé er nægir að mestu leyti til að
borgu prentunarkostnað hvers heftis áður en sala á því hefst.
Ekki 'hefur þó salan ein gert þetta. kleift, heldur styrkur frá
Múlasýslum og bæjunum, Seyðisfirði iog Neskaupstað, svo og
auglýsingar. Er félagið þakklátt þeim er styrki hafa l*agt
fram og auglýst í ritinu. Nú seinast hefur einnig nokkur upp-