Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 7
múlaþing
5
Surtsstöðum, sifjalið og vinnufólk cg hóf búskap. Um 'hann
kvað vei‘a eftirfarandi vísa:
„Jónatan er jálkur stór.
Jafnan situr hann í kór.
Hann er bæði hár og digur
og hefur jafnan sigur ‘.
Samkvæmt. manntalinu 1860 eru :þá á snærum Jónatans á
Eiðum 16 sálir, þau hjónin með 5 börn, 2 kvæntir vinnumenn
með tkonur sínar og sitt barnið hvor, 2 vinnukonur og einn
vinnumaður í viðbót.
Næstelzta barn Jónatans Péturssonar, Jónatan, 'kallaður
yngri og ai ikunnugum Tani, tók við búi á Eiðum um eða
skömmu fyrir 1870, þá tæplega þrítugur cg kvæntur Kristínu
dóttur Jcns Þorvarðarsonar í Papey. Jón bróðir hans var
kvæntur anr.arri Papeyjardóttur.
Jónatan yngri var dugnaðarmaður, góður bóndi og vel
iátinn.
Sagt er að á öndverðum búskapartíma Jcnatans yngri —
þó Ijklega heldur fyrr eða um svipað leyti og hann ihóf bú-
sikíap — hafi rekið á. Eiðasand í Hólslandi 3 hvali og Ifyrir
andvirði þessara sjávardýra hafi Jónatan — eða þeir feðgar
— ráðizt í það óvenjulega fyrirtæki að byggja sér timburhús
á Eiðum. Þetta er raunar, að því er bezt verður vitað, þjóð-
sajga, en þó ek'ki íþað langt liðið að það ætti að vera fótur
fyrir ihenni.
Ekki er kunnugt hvaða ár timburhúsið á Eiðum er hyggt,
en líklega er það 1868. Samkvæmt manntalinu 1860 er Jónatan
yngri fæddur 1842. Hann er þá aðeins 26 ára 1868 og faðir
hans 69 ára (f. 1799). Þetta ár er Sigmundur M. Long fræði-
maður vinnumaður í Hamragerði. I dagbók þeirri er hann ihélt
mikinn hluta ævi getur hann þess, að 8. ágúst sumarið 1868
hafi hann farið á Seyðisfjörð „með alla hesta Jóns hér [: þ.e.
Jóns Arngrímssonar bónda í Hamragerði] og batt upp á þá
borð fyrir Jónatan á Eiðum“. Og daginn eftir: „Eg fór upp-