Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 8
6
MÚLAÞING
yfir í nótt, kom að [Gilsárteigs-] hjáleigu kl. 7, fór svo ofen
að Eiðum, afhenti borðin“. Annars minnist hann aldrei á
byggingarframkvæmdir á Eiðum þau ár sem um er að ræða,
og er það að vísu kyndugt, því að hann getur oft sveitartíð-
inda. Sigmundur minnist á að margir hafi haft björg að hval-
rekum 1866, en 1867 minnist hann ekki á slíkt, en að sjálf-
Siögðu gátu Eiðafeðg-ar byggt hús 1868 fyrir tekjur af hval
sem rak 1866. Kirkjubækur Eiðasóknar virðast ekki varðveitt-
ar á Þjóðs'kjalasafni, og verður því 'ekkert fullyrt um hvort
Jónatan yngri hefur verið tekinn við búi þetta ár á Eiðum.
Þrátt fyrir skort á upplýsingum um byggingarár Eiðahúss
er sennilegt. að dagbókarfærslan sýni árið, því að vandséð er
hvað þeir Eiðafeðgar hafa ætlað með nokfcra hestburði af
borðviði, ef ekki í þetta hús. Hvalsagan má liggja á milli
hlulta, en ekki er hún neitt ótrúleg. Hvali rak víða iþessi ár,
ekki sízt eftir að hvalveiðar Ameríkumanna hófust.
Sé það rétt að Eiðahúsið hafi verið byggt 1868 er það rétt-
um Ihundrað árum síðar að eg er kominn frá Eiðum inn á
Breiðavað til að hlusta á þann mann sem einna lengst núlif-
andi manna hefur verið á Eiðum og æ síðan beztur nágranni
og tryggastur vin skólans og staðarins.
Þórhallur hi-eppstjóri Jónasson er fæddur á Ketilsstöðum í
lílíð 27. júlí 1886, sonur Jónasar Eiríkssonar frá Skriðu-
klaustri, er skól*ast(jóri var á Eiðum 1888—1906, en kíðan
bóndi á Breiðavaði, og Guðlaugar M. Jónsdóttur frá Eiríks-
sföðum, konu hans. Tveggja ára að aldri fluttist hann með
foreldrum sínum í Eiða og átti þar heima til ársins 1906, þá
orðinn búfræðingur fyrir þrem árum. Aftur kom hann í Eiða
1909 og var þar til 1914, við verkstjórn á skólabúinu á sumr-
in, en starfaði á vetrum að bckbandi. Hann ihafði meistara-
réttindi í þeirri grein — enda meistari eins og raðir bundinna
bóka í skápum og hiilum á Breiðavaði bera skýran votf um.
Auk bókbandsins kenndi hann nokkuð við skólann, aðallega
glímur og fimleika.
Sólskinið flæðir inn um vesturgluggann á gamla timburhús-
inu á Breiðavaði. Reynitrén í garðinum teygjast upp á mót.s