Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 9
MÚLAÞING
7
við þakskeggið, svo að hvikulir skuggar greinann-a þukla um
rósirnar á iveggfoðrinu á veggnum sem tekur við birtunni.
Vestur undan giænt túnhallið, mjúkt silfurgrátt fljótið með
breiðu vaði, handan þess þrekvaxnir ásar með lynggióin höll,
grasbrekkur og hrjúfa kletía.
Við höfum fyrir framan okkur teikningu af Eiðahúsinu
gerða af Benedikt bróður Þórhalls, og nú fylgir Þórhallur mér
um hlað og stéttir, um vistarverur hússins og g-amla torfbæ-
inn, og lesendur geta fylgzt með á teikningunni sem hér er
birt, ef þeir nenna.
— Húsið var byggt af Jónatan Jónatanssyni kringum 1870
og fyrir andvirði þriggja hvala sem rak á EiCasand —• ihef eg
heyrt. Eg hygg það sé elzta íbúðarhús úr timbri á Héraði1),
en timburkirkjur voru auðvitað áður. Á Eiðum var tjörguð
timburkirkja á sama stað og nú, þangað til Guttoimur Vig-
fússon, fyrsti skólastjórinn, byggði þá kirkju sem enn stend-
ur, sumarið 1886.
— Skólinn var sem kunnugt. er stofnaður 1883, og timbur-
húsið mun ekki hvað sízt hafa valdið því að honum var valinn
staður á Eiðum, en ekki á Stuðlum í Reyðarfirði ]eða Hail-
ormsstað eins og líka komst til tals. Þá var Jónatan farinn frá
Eiðum, flut.tist vestur um haf 1878. Af honum keypti Friðrik
Guðmundsson; hann var sonarsonur Isleifs Egilssonar í Rauð-
'holti. Hann seldi aftur 1882 og fór til Ameríku. Þá íkeyptu
Múlasýslur stólinn til búnaðarskólahalds.
— Heldur þótti Jónatanshúsið lítið fyrir skó’ann. Það varð
því eitt fyrsta verk sýslnanna að byggja viðbót við suðurend-
ann, suðurherbergin tvö niðri og tvö uppi.
Nú skoðum við húsið fyrst að utan.
— Það var upphaflega byggt á hlöðnum grjótbálki óspekk-
uðum — seinna var klesst múr í glufurnar milli steinanna. Að
utan var timburklæðning úr plægðum viði og blýhvítumálað.
Þakið var í fyrstu spónlagt með tréplötum sem lagðar voru á
1) „Á £lthéraði“, segir Guðmundur Jcnsson frá Húsey í
sagnaþáttum sínum (Að vestan 4. b. bls. 166).