Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 11
MÚLAÞING
9
svartir ofnbelgir úti í horrmm, og var í þeim brennt mó og
sauðataði. Þessir ofnar voru ekki kyntir nema frost væii úti.
Gólfkuldi var mikill, einkum meðan vindur lék um gauðirnar
milli steinanna í hlaðna grunninum, þó líka eftir að múi-að var
í þær.
Enn er herbergi í suðvesturhorni.
— Þar var íbúð „annars ke.nnai’a“ — „fyrsti kennari“ var
skólastjóri — og fjögra nemenda. Þar bjó fyrir eina tíð Einar
Einarsson frá Hafursá. Hann kvæntist Þórunni Hallsdóttur
frá Rangá. Einnig man eg þar eftir Sigurði Sigurðssyni frá
Fögruhlið. Hann var ágætur kennari, gagnfræðingur frá
Möðruvöllum og svo á kennaraskóla í Danmörku. Hann varð
síðar kennari á Hólum, en eftir það barna- og unglingakenn-
aii á Seyðisfirði, kvæntur Soffíu Þorkelsdóttur frá Klúku.
Sigurður var smár vexti og nægjusamur. Það kom sér vel 1
því þröngbýli sem þarna var. Þarna bjó líka Halldór Vil-
hjálmsson er skólastjóri varð á Hvanneyri eftir skamma Eiða-
dvöl, Baldur Sveinsson, Jón frá Gagnstöð (J. í Firði) o. fl.
— jHerbergi það sem merkt er nr. 5 á teikningimni var
merkilegt, og mundu veggir þess hafa kunnað marga fagra
sögu að iherma ef þeir hefðu mál haft. Þar voru inni tvö rúm,
borð og serv’antur, en svo var kallaður þvottaskápur ekki hár.
Á honum stóð leirskál allstór til þvottar, vatnskanna 1 stíl
við skálina og þvottatæki á undirskál; undir rúmunum postu-
línskoppar með handarhöldum sem brotna vildu af. Þetta var
Prestakompan, bækistöð og íbúð Hjaltastaðaprests er hann
var í messuferðum og við spurningar. Annars var þetta gesta-
heibergi, en gestagangur var yfirleitt mikill. Þarna bjuggu
t. d. sýslumenn og amtmaðurinn að norð-an og austan þegar
sýslu- og amtráðsfundir voru haldnir á Eiðum. Eiðar lágu vel
við samgöngum um Norður- Múlasýslu, þótt þeir séu í Suður-
Múlasýslu, og því voru sýslufundir Noi-ðmýlinga haldnir þar,
en Sunnmýlingar héldu sína sýslufundi á Eskifirði. Sameigin-
legir fundir sýsln-anna voru á Eiðum, venjulega haldnir að
vorinu þegar gott var orðið umferðar og á þeim afgreidd
sameiginleg mál sýslnanna, m. a. þau er vörðuðu skólann og