Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 12
10
MÚLAÞING
rekstur han,s. Þegar ekkert sérstakt var um að vera þótti í
þessu herbergi kjörinn stefnumótsstaður ungs fólks á ævin-
týraveiðum, eða jafnvel á biðilsbuxum, og þólti herbergið vel
fallið „til reynslu" í þeim efnum.
—• Á Eiðum voru oft ungar og glæsilegar vinnukonur og
einn og einn skóiasveinn farinn að hugso. til kvenna, jafnvel
staðfestu á ráði sínu. Enginn skipti sér af þessum fundum,
en, þó höfðu menn áhuga á þsssu, þá ekki síður en nú. Allt
ástalíf í felum. Einstaka Prestkompukunnleiki leiddi til hjóna-
bands, en aðrir urðu ævintýrið eitt — eins og gengur.
Grunnteikning af loft'inu: 17 svefnhús nem., 18 svefnhús
stúlkna, 19 svefnhús eins pilts. og gangur, 20 svefnhús skóla-
stjóra, 21 gangur og stigi, 22 skrifstofa og dagstofa skóla-
stjóra, svefnstaður Eiðabræðra í æsku (,,kvisturinn“), 23 og
24 svefnhús skólapilta („Glaðheimar"). — Þessa teikningu
gerði Halldór Sigurðsson Miðhúsum.
Teikningin (nema af loftinu 17—24) er eftir Benedikt
Jónasson frá Eiðum, dags. 4. maí 1898. Grunnteikning af
neðri ,hæð 3 og 4 er viðaukinn frá 1884, (3 svefnhús annars
kennara og nemenda, 4 kennslustofa), 5 svefnhús gesta
(,,prestakompa“), 6 kennslustofa, 7 eldhús (ekki notað sem
slíkt um þetta leyti, sbr. greinina), 8 gangur, 9 forstofa, 10
gestastofa, 11 stigi upp á loft, 12 bollakompa, 13 gangur, 14
gangur út, í torfbæinn vestan við, 15 geymsluskúr, 16 vatns-
kompa. Mælikv. 1:120.