Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 14
12
MÚLAÞING
— Herbergi nr. 7 var eldhús áður en skóli var á Eiðum, en
síðar g-angur og geymsla með skápum fyrir borðbúnað, föt og
ýmsa muni. Þaðan lá leiðin fram á gang, nr. 13 og 14, og upp
á loft, stigi nr. 11. Gegnum þennan gang var farið út í gamla
bæinn sem var innangengt í úr húsinu. Ekki veit eg hvernig
stendur á eldavélinni í horninu í nr. 7. Hún var enn í gamla
bænum þegar þetta var teiknað 1898. En þarna var eins og
fyrr segir eldhús áður og einnig síðar, og ef til vill ihefur
þetta alltaf verið eldhús í hugum manna þótt raunveruleg*a
væri það í gamla bænum er eg var á Eiðum.
Nú víkjum við í stássstofuna sem síðar varð símstöðvar-
herbergi.
— Hún var til hægri við aðalinnganginn, nr. 10, og alltaf
kölluð ,,ytri stofa“. Þetta var sjaldhifnarstofa fyrir gesti, og
stundum voru þar fundir, en oftast voru þeir þó í kennslustof-
unum. Þar inni var útlendur sóffi með háu sveigmynduðu
baki og klæddur dökkrósóttu plussi, sporöskjulagað mahóní-
borð, fjórir stólar, stór og fallegur spegill í mahóníramma,
spónlagðúr og afar vel gerður — eg hefði viljað gefa fyrir
hann stórfé nú. Spegillinn brotnaði, og þá var ramminn not-
aður utanum myna af Jóni Sigurðssyni. Barómet var þar,
einnig fagur gripur í spónlögðum kassa, kvikasilfursbarómet,
en pípan brotnaði og kvi'kasilfrið lá á botninum eftir það. Þá
var kommóða vönduð. Stofan var spjaldþiljuð neðra, en be-
trekkt efra. Loftið var líka spjaldþiljað — krossar með falsi
og spjöld í; allt unnið úr rekaviði. Breið og efnismikil gólf-
borð.
— Það voru myndir á veggjunum, litmyndir á pappa af út-
lendum borgum; hús og skógar, ein var af nautaati á Spáni.
Þessar myndir örvuðu ímyndunapaflið í mér þegar eg var
kra'kki, einkum borgarmyndirnar, og líklega hafa þær svalað
Útþránni. Eg hef aldrei farið utan; mig hefur hálflangað
stundum til Norðurlanda, en aldrei suður í lönd.
— Nr. 12 var ,,bollakompa“; þar var geymt leirtau og allt
mögulegt, t. d. fcaffibrauð í búrkistu mikilli sem enn er :hér