Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 15
MÚLAÞING
13
á Breiðavaði. I ihvert skipti sem eg sé hana minnist eg þess
að marga tók eg þar kleinuna ófrjálsri hendi.
— Nr. 15 var geymsluskúr og í útognorðurhorninu, 16,
„vatnskompa". kar inni stóð vatnstunna ,sem s'kólapiltar
báru vatn í úr brunni austur í mýrarsundi, þar sem nú er
bílastæðið austan undir skólahúsinu.
Nú göngum við upp á loftið og komum upp á ‘ganginn
nr. 21. _ !
— Herbergin í norðurendanum voru kölluð „útk-amers". Þar
sváfu 4—5 iskólapiltar, en í miðkamersinu suður af uppgöng-
unni, nr. 19, aðei.ns einn, enda var það rúmlítið vegna gegn,-
umgangs. Gluggarnir tveir á myndinni af suðurstafninum voru
á svonefndum „suðurherbergjum“. Nr. 17 var stúlknaherbergi
og gengið í gegnum það inn í nr. 18, þar sem: lengi hafði að-
setur Sigurbjörg móðursystir mín ásamt einni eða tveim
stúlkum. Stúlkurnar sváfu í suðurherbergjunum, og því var
jafnan hafður í miðkamersinu sá af piltum sem ólíklegastur
þótti *að fara til kvenna.
— Kvisturinn nr. 22 v*ar dagstofa foreldra minna og inn af
honum svefnherbergi þeirra með þakglugga. Við bræðurnir
sváfum á kvistinum. Þar kúrðum við Benedikt lengi saman
eftir að Halldór var f-arinn í latínuskólann og Jón í öðru rúmi.
Þegar hann fór í skólann flutti hann niður. Hann varð (bú-
fræðingur 1899, fór þá til Noregs og lauk prófi í málaraiðn í
Bergen 1903. Hann var fyrsti lærði málarameistarinn í land-
inu. Þrír elztu bræðurnir voru fæddir á Eiríksstöðum, eg á
Ketilsstöðum þar sem foreldrar mínir bjuggu um þriggja ára
skeið, en Gunnlaugur og Emil á Eiðum. Við vorum tkallaðir
Eiðastrákar í fyrstu, síðan Eiðaskallar, e.n Eiðabræður þegar
mikið var haft við.
Þröngt ?
— Uss, jú, það var ákaflega þröngt,; þau með okkur fimm
í einu í tveim herbergjum, og annað lítil kompa undir súð.
Kvisturinn var að vísu allstórt herbergi, dagstofa fjölskyld-
unnar, skrifstofa föður míns og svefnstaður o'kkar strákanna