Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 16
14
MÚLAÞING
■— það var sannarlega þröngt. En menn sættu sig við þrengsli
þá.
Af gamla torfbænum á Eiðum er engin mynd til og engin
teikning.
— Þangað var innangengt úr vesturdyrunum, nr. 14. Næst
húsinu var eldhús og búr undir einu þaki, og sneri hliðin að
húsinu. Það var þiljað í )hólf og gólf, allstórt, rekkar fyrir
eitthvað af diskum á veggjum, fastir bekkir með skápum
undir. I búrinu var sláturgeymsla.
— Yfir eldhúsinu var loft, þar sem kornvörur voru geymd-
ar, en undir búrinu 'kjallarahola, dimm og svöl. Þar voru
geymdar mjólkurafurðii’, m. a. úr sauðamjólkinni meðan frá-
færur tíðkuðust. Skyr úr sauðamjólk þótti betra en úr kúa-
mjólk, minni mysa í því. Það var auðvitað gert að sumrinu og
smjörið líka, hvort tveggja sett í tunnur og geymt til vetrar-
ins og étið súrt, skyrið saman við vatnsgraut — hræra.
■— Þegar skilvindurnar 'komu rétt fyrir aldamótin — fyrst
komu þrjár á Héraðið, ein í Eiða, önnur í Bót og sú fþriðja
í Kirkjubæ -— þótti kjallarinn ekki nógu góður staður fyrir
slíkt menningaiverkfæri. Þá byggði faðir minn ,,skilvinduhús“
með kjallara undii’ vestan við eldhúsið. Það sneri norður og
suður, og voru þá tveir suðurstafnar sem mynduðu vinkil við
vesturhlið timburhússins. Þar var skilvindan sett niður á
bekk og allar mjólkurafurðir geymdar þar upp frá því.
— Úr eldhúsinu var innangengt í fjósið norðan við. Það
sneri stafni í austur, gegnt kirkjunni. Yfir því var þiljað loft,
eins konar fjósbaðstofa, með stafnglugga á hálfþili í austur.
Þar bjuggu nemendur stundum, annars vinnumenn.
— Nyrzt í bæjarþorpinu og samhliða fjósinu var geymsla
með ihlöðnum torfstafni upp úr gegn. Þar var m. a. geymt
kjöt. Aðallega var étið sauðakjöt. Það var saltað niður í væn-
ar eikartunnur undan olíu. Þær voru brenndar innan og síðan
hafðar undir slátur a. m. k. eitt ár áður en saltað var í þæi'.
Sýran var þá búin að eyða olíunni til fulls.
— Allmörg fyrstu ár skólans pössuðu skólapiltar fjósið. en
svo var því hætt; það þótti taka of langan tíma frá náminu.
1