Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 18
16
MÚLAÞIN G
og Ijóis ihjá. Ljósið mun hafa staðið of nálægt súðinni og
kvihnað í út frá því. Auðvitað héldu hját’rúarfullir mjenn að
gamli maðurinn hefði risið upp og kveikt í. Líkið brann, ien
beinunum var safnað saman, sett í kassa og jörðuð virðulega.
Eg man þetta eins og mynd — eldslogana og neistaflugið í
náttmyrkrinu og pilta mokandi í ákafa snjó á bálið.
— Þetta var „inflúensuveturinn". Þá dó mai-gt fólk á Hér-
aði, t. d. 11 í Tungu. Einu sinni voru þrír frá Gilsárteigshjá-
leigu: jarðaðir í einu. Enginn dó á Eiðum, en flensan lagðist
þungit á.
— í útognorðurhorni bæjarþorpsins var eldgamalt h’óða-
eldhús með víðum strompi. Þar var þveginn þvottur og eldað
slátur á haustin í stórum svörtum potti á hlóðunum, en kjöt,
og fleira góðgæti reykt í rjáfrinu. .Vestan við það var s'kólp-
þró niðurgrafin, og allvíður tréstokkur fyrir skólpið lá í
gegnum vegginn.
Þ*að er óþarft að fylgja skólpinu út í gryfjuna norðan
veggjarinis, þar sem föst efni þess settust á botninn og voru
borin á tún á vorin. Heldur skulum við ræða um sitthvað sem
frain fór í þessum húsakynnum og byrja á að svipast um f
kennslustofu er kennsla fer fram.
— Klukkan átta til hálfníu var hringt lítilli bjöllu, og þá
risu skólasveinar úr rekkju, klæddust, þvoðu sér og greiddu.
Klukka.n níu gengu þeir inn í kennslustofumar og tóku sér
sæti. Þetta voru yfirleitt rösklegir sveitastrákar, flestir um eð*a
rétt. innan við tvíu.gt1). Nú mundi þykja heldur kalt að setjast.
á skóiabekk í lítt upphitaðri stofu og fara að handleika penna-
stöng. Ef til vill var líka hrollur í sumum og höndin fljótt
loppin, en þessir drengir voru hlýlega klæddir, í nærfötum úr
1) Flestm voru úr Múlasýslum. I nemendatali í Eiðasögu
eru skráðir 172 nemendur alls í búnaðarskólanum. Þar af eru
136 úr Múlasýs'um. Heimilisföne: 5 nem. vantar; 31 úr öðrum
sýslum: 8 úr N-Þing., 5 úr A-Skaft., 3 úr V-Skaft., 7 lengra
að, en þó enginn af svæðinu frá Borgarfjarðar- til Stranda-
svslu.