Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 19
MÚLAÞING
17
einskeftu, mislitum léreftsmilliskyrtum kragalausum, fremur
grcddalegum vaðmálsfötum, buxum og jakka, en þó vel unn-
um — brutu buxnaskálmar ofan í blákembtía ullarsokka með
hvítri fit og gengu á bryddum sauðskinnsskóm inni, en fóru
í háleista og á leðurskó með ristarþvengjum er þeir voru úti
við.
— Svo gekk kennarinn upp að kadettunni með kennslugögn
sín, nemendur risu úr sætum og kennslan hófst, byggð á
kennslubckum í búfræðum á dönsku, norsku og sænsku. Fáar
kennslubækur voru á íslenzku. 1 landafræði var notuð Lýsing
Islands eftir Þorvald Thoroddsen og þýdd bók úr dönsku, en
í sögu bók eftir Þorkel prest Bjarnason á Reynivöllum,
„Ágrip af sögu Íslands"1). Ætlazt var til að þeir sem flærir
voru um, læsu undir tíma hinar erlendu bækur, annars var
kennslu í þeim hagað svo, -að kennarinn fór yfir lexíuna,
þýddi ojg útskýrði, en nemendur punktuðu niður og hrein-
skrifuðu síð*ar. Yfirleitt lærðu menn mest af þessum skriftum
og útskýringum kennaranna. Stundum voru fyrirlestrar án
allra bóka. Þá glósuðu nemendur af kappi. Á inniteppudögum
á si^mrin var oft gefið frí til hreinskrifta. Saga, landafræði,
íslenzka og danska var yfirleitt kennt af öðrum kennara.
— Kennslustund var heil klukkustund og klukkan 10 þeirri
fyrstu lokið. Þá var snæddur árbítur, skyrhræra úr súru
sauðamjóikurskyri og slátur. Það tók drjúga stund. Síðan var
kennt stanzlaust til kl. 2 án ákveðinna hléa, en þó liðu venju-
lega nokkrai' mínútur milli stunda.
— Kukkan tvö var rýmt til á borðum í fremri stofunni,
miðdagsverður fiamreiddur og drukkið mokakaffi á eftir. Kl.
3—4 var fimmta og síðasta kennslustundin, og molakaffi að
henni lokinni.
— Tímann frá lokum kennslu til 'kvöldverðar notuðu skóla-
piltar til lesti'ar cg annarra námsstarfa, en eftir það var eng-
;in föst skipun til kl. hálftíu. Þeir sem ástundunarsamastir
voru notuðu þó þann tím*a til lestrar, enda mikið vei'k að
1) Rv. 1880, 2. pr. 1903.