Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 24
22
MÚLAÞING
Hann var frá Héðinshöfða, sonur Benedikts Sveinssonar
sýslumanns og bróðir Einars Benediktssonar skálds, Hann
var sjónæmur, en la>s ekki mikið, glettinn í tali og tiltektum,
fyndinn og uppáfinningasamur, ágætur drengur og viður-
kenndi strákapör sem hann átti þátt, í e&a framdi. Móðir min
hló mikið að honum og hafði einstakt dálæti á ho.num.
— Einu sinni notaði Sveinar messutímann til að tína út
allar hrífur og reisti þær upp við skíðgarðinn umhverfis
kirkjugai-ðinn, út frá kirkjudyrunum þar sem þær blöstu við
kirkjugestum er þeir komu út. Það var ágætur þurrkur þenn-
an sunnudag, og Sveinar gaf þá skýringu á þessu tiltæki að
hann vildi minna á að göfugra væri að snúa í töðuflekk en
að hlusta á séra Magnús* 1). Sveir.-ari fannst lítið til um kenn-
ingar hans. Af heyveikum varð auðvitað ekki, en kirkjugestir
drukfcu k*affi eins og vanalega og fóru síðan,
—Eitt sinn spurði hann móður mína: ,,Má ekki gefa henni
Sigríði1) á Finnsstöðum 25 aura til þess að syngja ekki í
kirkjunni?" Ekki varð af þessari gjöf, en Sigríður söng sem
áður.
— Þá varð einu sinni deila milli Sveinars og Gunnars Hem-
ingssonar frá Strcnd, föður Önnu í Dagverðargerði, um það
hvort hægt væri að sfcjóta tólkariksrti gegnum þumlungs-
þykkt borð á einnar og hálfrar álnar færi. Gunnar kvað skot-
ið mundu fara í gegn, en Sveinar var á gagnstæðri skoðun,
kertið færi í klessu. Nokkur hiti hljcp í deiluna, og var málið
borið undir föður minn. Hann stakk upp á að láta reynsluna
sfcera úr, og urðu þeir ásáttir um það, og veðjuðu krónu.
Síðan var tekinn framhlaðningur, settur venjulegur skammt-
ur af púðri og forhlað — og tólkarkerti framan við. Allt
heimilisfólk og skólapiltar söfnuðust á vettvangiim. Fjölin i
var reist upp og færið mælt náikvæmlega. Gunnar gekfc fram,
dálítið óstyrkur vegna hita deilunnar, en ákveðinn þó, færið
1) Magnús Bjarnason pr. á Hjaltastað 1888—1896.
1) Systir Hannesar Sigurðsso.nar á Borgarfirði, gift Gutt-
ormi syni Árna Jónssonar á Finnsstöðum.