Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 28
Agnar Hallgrímsson stud. mag.:
Hvernig Hólmar í
Reyðarfirði urðu
„beneficium"
Á fyrstu öldum kristninnar hér á landi voru nær allar kirkj-
ur já landinu bændakirkjur, þ. e. í haldi og umsjá þeirra
bænda, sem bjuggu á kirkjujörðunum. Á sama hátt voru og
allar eignir kirknanna, fastar og lausar, í eigu og umsjá
bændanna, enda voru þeir líka oft prestar sjálfir, eða þá að
þesr réðu til sín prest fyrir ákveðið kaup, sem stundum var
innifalið í uppeldi og menntun prestsefnisins. Samkvæmt
Kristni rétt.i hinum forna var íslenzka kirkjan viðurkennd
sem innlend stofnun, háð löggjafarvaldi þjóðarinnar, og lúta
skyldi hún landslögum, jafnframt því sem hún laut hinum sér-
stöku alþjóðlegu kirkjulögum.
Eigi leið þó á löngu, þar til hin volduga stofnun, rómversk-
kaþólska kirkjan með páfann í Róm í foroddi fylkingar, tók að
teygja áhrifavald sitt meir og meir hingað til lands1, einkum
eftir stoifnun erkibiskupsstóls í Niðarósi árið 1153. Einn at-
kvæðamesti brautryðjandi kirkjuvaldsstefnunnar foér á landi
varð sem kunnugt er Þorlákur Þórhallsson Skáiboltsbiskup
(1178—1193), en hann hóf að gera tilkall til kirkna og kirkju-
jarða, er bændur höfðu ávallt setið og töldu sig eiga. Mætti
h-ann þar harðri andstöðu af hálfu leikmanna, einkum Odda-
veijans Jóns Loftssonar og varð lítt ágengt.
Segja má, að síðan yrði hlé á þessum kröfum í um það bil
hálfa öld, en undir niðri héldu þó páfinn og umboðsmenn hans
áfram markvissri baráttu fyrir auknum réttindum kirkjunnar
hér á landi sem annars staðar. Árið 1253 var samþykkt í lög-