Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 29
MÚLAÞING
27
réttu, að „guðslög“ (c: kanóniskur réttur) skyldu ráða, þeg-
ar þau greindi á við landslög. Veitti það kirkjunni í rauninni
næstum því ótakmarkað vald, jafnt í andlegum sem verald-
legum málum, enda þótt vafasamt sé, að þessari lagasetningu
hafi nokkum tíma verið framfylgt fullkomlega. Þegar Árni
Þorláksson varð biskup í Skálholti árið 1269, 'hóf hann á ný
að gera skilyrðislausa kröfu til þess, að biskupum væru feng-
in forráð allra kirkna og eigna þeirra, svo sem hin a)þjóð-
legu kirkjulög gerðu ráð fyrir. Út af þessum kröfum biskups
spunnust síðan langvinnar deilur (,,staðamál“), enda var
Árna óhægt um vik að fá þeim framgengt, þar sem leikmenn
undir forystu Hrafns Oddssonar bónda í Stafholti veittu öfl-
uga mótspyrnu. Konungsvaldið reyndist biskupi og andstætt
um tíma, enda þótt ha:nn annars nyti fulls stuðnings erkibisk-
ups í Niðarcsi, en undir hann heyrði íslenzka kirkjan. Um
síðir náðist þó samkomulag á milli biskups og leikmanna, sem
konungur staðfesti með sættargerðinni í Ögvaldsnesi 2. maí
1297. Þar var kveðið svo á, að biskup skyldi hafa forræði
þeirra staða, sem kirkjur áttu alla, en leikmenn hinna, er þeir
áttiu heiming í eða meira. Þar með hafði kirkjan loks borið
sigurorð af leikmönnum og fengið kröfum sínum framgengt
a. m. k. að nokkru leyti, en í rauninni voru þó staðamál ekki
þar með úr sögunni. Barátta leikmanna við kirkjuvaldið hélt
áfram, end-a þótt hér eftir vegnaði kirkjunni oftast betur.
Fjölmargir bændur, sem haldið höfðu yfináðum yfir kirkju-
stöðum eftir sættargerðina í Ögvaldsnesi, brugðust þannig við
stöðugt vaxandi veldi kirkjunnar, að þeir hættu að halda við
kirkjum á jörðum sínum og eignum þeirra. Af því leiddi, að
reikningsskil voru heldur ekki gerð af þessum sömu kirkjum
árum jafnvel áratugum saman. Margir kirkjubændur komust
í miklar skuldir og skoruðust þá undan þeirri skyldu að halda
djákna við kirkjur sínar og nokkrar þeirra féllu og voru e'kki
endui’reistar. Hér var þó ekki við kirkjubændurna eina að
eakasít, því að í rauninni var það grundvöllur hinnar gömlu
kirknaskipunar, sem hafði raskazt. Eftir því sem fleiri jarðir
komust í eigu klaustra, kirkna (biskups) eða konungs minnk-