Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 35
MÚLAÞING
33
258). Hvers vegna þau Marteinn og Járngerður lögðu svo
mikið kapp á að fá löghald yfir kaupshluta þeirra í jörðunni
er ekki auðskilið, þar sem fram kom, að Jón Indriðason hafði
sjálfur afhent Marteini hann. Það kann þó að vera, að aú
eignarheimild hafi aldrei vei'ið staðfest opinberlega, og hafi
,,uppl-agið“ á Syðri-Vík (í Vopnafirði) átt að vera eins konar
trygging fyrir því, að þau fengju að halda honum. Víst er um
það, að M-arteinn bjó áfram á Hólmum enn í nokkur ár, en á
hinn bóginn virðast fjárhagsörðugleikar þeirra Isleifs stöðugt
hafa f-arið vaxandi með árunum og skuldir hlaðizt upp.
Stefán Jónsson biskup lét gera máldaga a'lra kirkna í Skál-
holtsstifti á árunum 1491—1518. Hvenær á tímabilinu hann
vísiteraði Hólma er mér ekki fullkunnugt um, en margt bend-
ir til þess, að það hafi ekki verið fyir en undir lok þess. Samt
'héldu þeir Marteinn og Isleifur þá enn staðinn. Eins og komið
'hefur fram, hafði eignarhlutur kirkjunnar á Hólmum i jörð-
unni vaxið stórlega á næstu áratugum á u.ndan, og má því
telja sterkar líkur fyrir því, að hún hafi þá átt orðið meina en
helming heima'ands. Reyndar hafði ekkert verið tekið fram
um það í sættargerðinni í Ögvaldsnesi, hvor aðiljinn (kirkja
eða leikmenn) skyldu h.afa yfirráð yfir þeim stöðum, sem
kirkjur ættu meira í en helming, enda þótt þær ættu þá ekki
alla. Slefán biskup virðist þó hafa álitið, að kirkjunni bæri
að hafa forráð og allan eignarrétt Hólmastaðar, því að í mál-
daga hans segir: „Kirkjan að Hólmastað á heimaland allt,
skip gamalt, XX kúgildi. . . XXIIIjc í jörðum, þar liggja til
XVIj bæir, og fellur nú Vllj aurar (c: tíund)“ (DI. VII, 29—
30).
Vera k*ann, að skuld þeirra Marteins og Isleifs, er þá hafði
staðið kvitt árum saman, hafi ýtt undir Stefá.n biskup að lýsa
eig.narhaldi kirkjunnar á allri jörðunni, er hann vísiteraði stað-
inn. Ef til vill hefur hann krafizt reikningsskapar og greiðslu
á skuldinni af bændunum, en þeir ekki getað innt hana af
hendi. Hafi hann þá talið eignarhluti þeirra í jörðunni sjálf-
fallna undir 'kirkjuna. Síðar upplýstist það, að þeir Marteinn
og Isleifur hefðu veitt biskupi hinar herfilegustu móttökur,