Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 38
36
MÚLAÞING
menn átt hcfðu“. — Samkvæmt því ætti heildarmat jarðar-
innar að hafa verið 30 hdr., en það fær varla komið heim við
það, sem hér befur áður komið fram. Athugavert er það líka,
að ekkert skyldi vera minnzt á þau 15 hdr., sem þau Valgerð-
ur ko.na Guðmundar og Ólafur Guðmundsson höfðu gefið
kii'kjunni samkvæmt bi'éfi Jóns Indriðasonar. — 3) Að fallið
hefði iskuld á meðan þeir Marteinn og í.sleifur og foreldrar
þeirr-a héldu jörðina, er enn stæði, enda viðurkenndi Snjólfur
bóndi og þeir sem honum seldu, að staðið hefði 40 hdr. „reiltn-
ingsskapur1 ókvittur, en lítil eða engin innstæðan, er hann
tók við jörðunni. 4) Sakir þær, sem fram komu á hendur þeim
Marteini og Isleifi vegna framkomu þeirra við Stefán biskup,
og áður er getið.
Þar sem fyrrnefnd skuld reyndist miklu meiri en andvirði
jarðarinnar (c: kaupshluti Snjólfs), svo og vegna fyrrgreindra
sakferla þeirra Marteins og Isleifs við Stefán biskup, dæmdu
aUir dómsmennirnir moð samliljóða atkvæði jörðina Hólma
„fallna í reikningskap og kirkjunnar eign og biskupsins eign
vera og verið hafa“. Einnig dæmdu þeir alla þá fjármuni, sem
þeir Marteinn og ísleifur og þeirra „fylgjarar“ ættu að lög-
ujm, eign biskups cg kirkju fyrir áður greind sakferli þeirra
(DI. XI, 372—373).
I umræddum dómi ksmur það því skýi t fram, að aðalástæð-
an fyrir þvi, að kirkjan lagði eignarhald sitt á kaupshluta
leikmanna í Hólmum, hefur verið vanræksla þeirra Marteins
og Isleifs um reikningsskil af kirkjunni og skuld sú, sem þeir
höfðu stofnað til, en síðan með engu móti getað greitt, heldur
velt yfir á þann sem tók við jörðunni af þeim. Þannig stóð
hún enn þá óuppgerð mörgum árum seinna, og hefur þá Ög-
mund biskup brostið þolinmæðina, en látið til skara skríða
gegn Snjólfi Hrafnssyni, enda hafa þeir Marteinn og ísleifur
þá sennilega verið báðir látnir.
Fyrir þessum dcmi hefur Snjólfur vafalaust orðið að lúta
og afhe.nda Skálholtskirkju og biskupi hennar kaupshluta sinn
í Hclmum til ævarandi eignar og umráða, því eins og fyrr
segir lék enginn vafi á heimild biskups til að beita fyrir sig