Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 39
MÚLAÞING
37
dcmsúrskurði í slíku deilumáli. Með dóminum hefði því átt að
vena bundinn endir á allar deilur á milli kirkju og leikmanna
um það, hvor aðiljinn ætti tilkall til jarðarinnar, þar sem það
var skýrt tekið fram í honum, að kirkjan ætti framvegis allan
st-aðinn. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir, virðist þó
svo ekki hafa verið með öllu. Árið 1541 gerði Gissur biskup
Einarsson samning við Björn Marteinsson þess eðlis, að Björn
skyldi flytja á kristfjárjörðina Sómastaði (í Reyðarfirði) og
fá 10 hdi'. í henni til ævinlegrar eignar í staðinn fyrir þau 10
hdr., sem bann þættist eiga í Hólmum, svo framarlega sem
biskup „kynni þau engin skilríki upp að finna, sem bevísuðu
að sömu Xc í Hólmastað væru Skáliholtskirkju eign, en það
skyldi vera með þeim ummerkjum, sem skilvísir menn yrðu
ásáttir þeir sem á riði af kirkjunnar hálfu svo hann fengi
fullnað fyrir Xc“ (DI. X, 690). Svo >er því að sjá sem Björn
hafi láður búið á Hólmum eða *a. m. k. þótzt eiga tilkall til
þessara 10 hdr. í jörðunni. Er því líklegast, að hann hafi
verið sonur Marteins Ölafssonar, er áður var getið, og hafi
erft þennan hluta eftir föður sinn. Þrátt fyrir dóm klerka og
leikmanna frá árinu 1526, virðist Gissur biskup ekki hafa
getað borið neinar brigður á eignarrétt Björns á honum, og
orðið að gjalda fullu verði fyrir. Er það næsta undarlegt, svo
afdráttarlaus sem dómsúrskurðurinn var um eignarrétt kirkj-
unnar á jörðunni og öllum eigum Marteins. Sem skýringu á
því væri hægt að hugsa sér, að annað hvort hafi dómurunum
sézt y.fir þennan 10 hdr. eiginarhlut, er til hafi þó verið örugg
skilríki fyrir, eða þá að dómurinn sjálfur hafi, (þá >er þetta
gerðist), annað hvort verið fallinn í gleymsku eða véfengdur
af leikmönnum. Gæti það bent til hins síðastnefnda, að þrem-
ur árum síðar eða 22. desember 1544 eru ráðsmaður Skál-
holtskirkju og prestur Skálholfsstiftis látnir votta, að þeir
hafi séð og lesið fyrrnefndan dóm frá árinu 1526, ásamt bréfi
um sölu Ögmundar biskups á Papey frá sama ári, svo sem
skrifað standi í registri Skálholtsdómkirkju (DI. XI, 343—
344). Engin skýring >er gefin á því, hvers vegna leitað var
staðfestingar fyrrgreindra manna á umræddum skjölum, en