Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 40
38
MÚLAÞIN G
bent gæti það til þess, að leikmenn hafi enn þótzt eiga eitt-
hvert tilkall til eignarhluta í Hólmum og hafi viljað bera
brigður á dóm Ögmundar biskups. Ef til vill hafa þær kröfur
risið, eftir að Björn Marteinsson hafði fengið viðurkenndan
eignarrétt sinn á 10 hdr. í heimalandinu. Um 1540 urðu presta-
skipti á Hólmum, hét sá Ólafur Árnason, er tók við, en Sturla
Jónsson afhenti. Ekkert er getið um jarðeignir kirkjunnar í
skrá þeirri, sem gerð var við það tækifæri, aðeins hversu mik-
íð lausafé (,,peningur“) hinn nýi prestur meðtók (DI. X, 592).
Nú var komið að miklum tímamótum í sögu íslenzkrar
kirkju og kristni, þar sem voru umskiptin til hins lútherska
siðar. 1 því umróti, sem siðaskiptin ollu í kirkju- og trúmálum
þjóðarinnar hefur sennilega þessi 10 hdr. kaupshluti leik-
manna í Hólmum einnig komizt undir yfirráð kirkjunnar eða
fallið í gleymsku. Einnig má vera, að einhver hinna fyrstu
„siðbættu“ Skálholtsbiskupa hafi fundið skilríki sem sýndu,
að þessi og þeir aðrir hlutar jarðarinnar, sem leikmenn gerðu
kröfur til, væru eign Skálholtskirkju, enda þótt Gissuri virðist
hafa gengið það erfiðlega. Allavega getur þess ekki í heimild-
um eftir þetta, að leikmenn hafi gert slíkar kröfur til Hólma-
stað*ar, að deilur hafi sprottið út af.
Árið 1554 afhenti séra Einar Árnason staðinn í hendur syni
sínum, séra Hjálmari Einarssyni, en þeir feðgar hafa vafa-
taust verið fyrstu lúthersku prestarnir á Hólmum. Um jarð-
•eignir staðarins og tekjur af þeim segir séra Hjálmar: „Item
meðtók ég staðarins vegna Sómastaði með IHj kúgildum og
Breiðavík ena stóru og þar með IHj kúgildi gild. Ekkert kú-
gildi með Skálateig. Eru þetta alls að tölu XX kúgildi er stað-
urinn á og mér í hendur komu. Seley IIjc“ (DI. XII, 788—789).
I bréfabók Guðbrands Þorlákssonar biskups er skrá yfir
„beneficia", leigujarðir og alkirkjur bænda í öllu Skálholts-
bis'kupsdæmi frá árinu 1569. I henni er getið um „Hólmastað
beneficium" í Austfirðingafjórðungi (BrbGÞ, 284). Kirkjan
hafði þá loks unnið endanlegan sigur í baráttu sinni við leik-
menn út af yfirráðum yfir þessum 'kirkjustað og slegið eign