Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 43
Dr. Richard Beck, prófessor;
Hallur Engilbert Magnússon
Forysturmaður í vestur-íslenzkum þjóðræknismálum.
Eins og eðlilegt er í tím-
ans rás, fækkar þeim nú óð-
um í hópi hinna eldri Islend-
inga vestan hafs, sem stóðu í
fylkingarbrjósti í þjóðræknis-
málum þeirra og öðrum fé-
lagsmálum í borgum og byggð-
um. I þeim hópi var Hallur
Engilbert. Magnússon, um
•angt s!keið byggingameistari
cg kaupmaður í Seattle í
Bandaríkjunum, og lézt þar í
borg fyrir sjö árum.
Hallur Engilbert Magniissoíi,
I.
Hallur var fæddur á Sauðárkróki 17. ágúst 1876. Foreldrar
hans voru þau hjónin Magnús Sölvason, er var Skagfirðingur
að ætt, og Ragnhildur Grímsdóttir, ættuð úr Húnavatnssýslu.
Fjögra ára að aldri fluttist Hallur til Austfjarða og ólst þar upp
til fullorðinsára fyrst á Seyðisfirði og frá níu ára aldri í Stakka-
hlíð í Loðmundarfirði hjá þeim lijónum Baldvin hreppstjóra Jó-
hannessyni og Ingibjörgu Stefánsdóttur. ,,Taldi Hallur sig því
ætíð Austfirðing og fyllir með prýði glæsilegan hóp aust-
firzkra skálda og hagyrðinga í ljóðasafninu „Altlrei gleymist
Austurland“, segir Helgi Valtýsson rithöfundur í einkar hlý-
legri æviminningu Halls (Morgunblaðið 4. maí 1961), en þeir
voru æskuvinir, og lýsir Helgi kynnum þeirra á þessa leið:
,,Við Hallur vorum fenningarbræður, þótt hann væri ári