Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 44
42
MÚLAÞING
e|dri en ég. Vorum við vinir frá bernskuárum, íþótt vegiír
skildust brátt. Ég fór ut'an fermingarárið og kom ekki aftur
heim fyrr en fullorðinn. Og Hallur fór til Vesturheims 1904.
En í frumæsku okkar fram að fermingaraldri voi*um við tveir
skáld sveitarinnar og jafnvel á víðari vettvangi. Og Hallulr
var prýðilega hagmæltur á þeim árum“.
Eftir að Hallur fluttist vestur um ihaf, slitnaði sambandið
miili þeirra æskuvinanna um skeið, en aftur tóku þeir upp
þráðinn, eins og Helgi segir í minningargrein sinni:
,,Er leið á ævina, leituðu hugir okkar saman á ný. Var Hall-
ur þá fluttur til Seattle og dvaldi þar síðan til æviloka. Leitaði
hugur hans hedtt og títt heim á æskustöðvarnar — eins og
flestra eidri Islendinga vestra. — Síðustu tvo áratugi höfum
við skrifazt á títt og rækilega, að minnsta kosti mánaðarlega.
Rifjaðist þá upp allmargt frá æskuái'um, þótt fiest af æsku-
skáldskap okkar -væri þá týnt og tröllum gefið! En þá var að
fit.ja upp á ný og fylla í skörðin, enda var það óspart gert á
leicarenda!“
Af kynnum. mínum af Halli get ég einnig bætt því við, að
hann bai- slíkan ræktarhug til æskustöðvanna á Aust.urlandi,
að til fyrirmyndar mætti vera mörgum þeim, sem þar eru
bornir og barnfæddir. Séra Guðmundui' P. Johnson, er var
gagnkunnugur Halli vestan hafs, leggur áherzlu á þennan
ræktarhuga hans í lýsingunni á æskuárum hans í prýðilegri
æviminningu hans (Lögberg-Heimskringla 4. maí 1961). Af
því, .setm að framan er skráð, er það auðsætt, að ágætlega
sæmir að frásögn um ævi og störf Halls Magnússonar geymist
í Múlaþingi. !
Eftir að Hallur fluttist. vestur um haf 1904, settist hann að
í Winnipeg, Manitoba, og stundaði þar smíðar, þangað til hann
gek,k í kanadiska herinn í janúarbyrjun 1916. Hann gat sér
gott orð fyrir framgöngu sína og var gerður liðtþjálfi (Serge-
ant) að tign. Ha.nn tók þátt í hörðum orustum, meðal þeirra
hinni frægu orustu við Vimy Ridge, og varð þar fyrir eitur-
gasi. Hann kom aftur til Kanada 16. jan. 1918 og var þá
leystur frá herþjónustu, „en hann var lengi heilsuveill eftir