Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 46
44
MÚLAÞING
barnabarna og barna-barnabarna. Er því mikill ættleggur frá
Halli kominn vestan hafs. Þegar hann lézt, voru einnig lifandi
fjclrar systur hans og tveir hálfbræður vestan hafs (smbr.
æviminningu Halls eftir séra Guðmund).
Hallur andaðist að heimili sínu í Seattle mánudagsmorgun-
inn 3. apríl 1961. Jarðarför hans fór fram (þar í borg þrem
dögum síðar, og var um a'llt hin virðulegasta. Séra Guðmund-
ur P. Johnson, er verið hafði náinn vinur og traustur sam-
herji Halls í þjóðræknismálum, jarðsöng hann.
II.
Hallur Magnússon var mikill Islendingur í beztu merkingu
þess orðs, rótgróinn og heilhuga sonur sinnar gömlu móður,
Pjallkonunnar, enda sýndi hann það ótvírætt í verki í þjóð-
ræknisstarfsemi sinni meðal landa sinna í Seattle, en eftir
að hann fluttist þangað 1924 var hann áhuga- og forgöngu-
maður mikill í félagsmálum þeirra, skipaði löngum formanns-
sessinn á Islendingadögum þeirra, að nokkrum árum undan-
teknúlm, er hann var utan borgar. Arum samon var íhann
einnig forseti þjóðræknisdeildarinnar „Vestra“, rækti það starf
með brennandi áhuga og dugnaði, og við verðskuldaðar vin-
sældir. Fyrir það starf og alla íslenzka félagsstarfsemi hans
skulda þjóðræknissinnaðir Islendingar hvarvetna honum mikl-
ar þakkir.
La.ndar Halls Magnússonar í Seattle kunnu einnig vel að
meta ótrauða félagslega starfsemi hans og forystu í þeim mál-
um. Sýndi það sig eftirminnilega í hinni veglegu veizlu, er
þeir, með þjóðræknisdeildina „Vestra“ í broddi fylkingar,
hó’du; þeim ihjónum, Halli og hinni ágætu og vinsælu konu
hans, Jóhönnu Ingibjörgu, í tilefni af 25 ára hjúskaparafmæli
þeirra i febrúar 1950. Var þar um að ræða eitt hið fjölmenn-
asta og virðulegasta samsæti, sem Islendingar á þeim slóðum
hafa efnt til. Þá var Halli einnig maklegur sómi sýndur 5.
marz 1955, þegar þjóðræknisdeildin „Vestri“ kaus hann heið-
ursfélaga sinn í þakkar- og viðurkenningarskyni fyrir mikið
og fjölþætt starf hans í þágu deildarinnar, og jafnframt,