Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 49
MÚLAÞING
47
Eft.ir að kvæðasafn bans kom út, birtust mörg kvæði eftir
Hall í vestur-íslenzku vikublöðunum, meðal þeirra Isiands-
minni það, er hann flutti á 17. júní-samkomu 1948. Lýsir iþað
ágætlega djúpstæðri ættjarðarást hans og um leið bmgfimi
hans, þegar hann beitti henni, cig sr það því tekið hér upp í
heild sinni, þótt prentað sé í Aldrei gleymist Austurland:
Þennan fagra frel.sisdag,
frónið lætur skarta,
heyrist. íslenzkt æðaslag
út frá hverju hjarta.
Þetta aldna ættarband,
sem ekkert getur slitið,
tengir menn við mcðurland,
meðan endist vitið.
Álit bindur út um heim,
e'di.nn kyndir braga.
Vekur yndi í álfum tveim
Islands mynd cg saga.
Kvnsins valda, andans oft,
auðlegð fildar prýði,
bað mun halda heiðri á loft.
hér, þótt aldir líði.
Þess var að vænta um jafn sannþjóðrækinn mann og Hall-
ur var, að hann kunni vel að meta íslenzka landnema vestan
hafs, frumherjabaráttu þeirra og sigurvinninga. Þetta kemur
glöggt fram í prýðilegu kvæði hans „Minni lan,dnema;nis“, er
flu'jt.t var á 60 ára landnámshátíðinni að Lundar, Manitoba,
1947, en þar átti hann, eins og áður er greint frá, heima um
skeið snemm*a á árum sínum vestan hafs. Þar sem kvæði þetta
kom út þá þegar í vestur-íslenzku vikublöðunum, og er einnig
prentað í Miimingarriti 'Lundarbyggðair (1948) og í Alilrei
gleymist Ausiurland, vísast þangað.
Hallur var maður vinfast.ur mjög, og gel ég um það borið af
eigin reynd. Hann kunni einnig manna, bezt að meta mann-