Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 51
MÚLAÞING
49
Hann var vortrúaður hugsjónamaður. Séra Guðmundur P.
Johnson lýsir honum rét.t, er hann segir í æviminningu sinni
um hann: ,,Hallur Magnússon elskaði sérstaklega vortímahil-
ið, iþvií þá sagðist íhann ávállt sjá í anda íslenzka vorið log
komandi Ijúfa sumartíð. Hann sagði, >að flestar af hans ógleym-
anlegustu hamingjustundum í lífinu hafi komið til hans að vor-
lagi til“. Vitnar séra Guðmundur síðan til þessa vorkvæðis
Halls (í kvæðasafni hans Lýkkjuföllum):
Þá vorið kemur, vaknar rós,
en vetrar hverfur hríð,
þá fagurt himins logar ijós
um ljúfa sumartíð.
Þá blómgast hrísla í brattri hlíð,
þá bunar lækur tær,
þá ómar sönglist ástar-þýð,
þá andar lífsins blær,
Það i-ekur hryggð úr hjarta manns,
en hefur von á flug,
og gefur björg til búa lands
og bændum þrótt og dug.
Séra Guðmundur sagði ennfremur í æviminningu sinni:
„Hallur kvaddi vini sína hér á jörð í vorsins hugsunum, lít-
andi fram til hinnar ljúfu sumartíðar. Hann hafði fulla rænu
fram til hins síðasta, klæddist í föt sín mánudagsmorguninn
3. apríl, en skömmu síðar leið h-ann út. af með blíðu brosi á
vörum“.
Þannig er gott. að mega kveðja þennan heim og svífa glöð-
um huga á vængjum vortrúarinnar inn í veröld eilífðarinnar.