Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Qupperneq 55
MÚLAÞING
53
að eðlisfari, en aldagamlar venjur og ófyrirgefanlegt hugsun-
arleysi var oft orsök að stórslysum og tjóni, sem síðar mun
koma fram og lýsa sér í þessum æviminningum.
Nú vík ég aftur að ævi minni og veru á Veðramóti í Göngu-
skörðum. Eins 'og áður er getið, þá hef ég verið á 4. árinu.
Eitt sinn kom það fyrir, að ég var sendur með kindarekstur
út með túngarði, sem byggður hafði verið meðfram alfara-
vegi, sem lá heim að bænum. Þetta var um vortíma í leysing-
um, þ. e. þegar jörð var að mestu leyti orðin auð og polilar
voru á milli þúfna á túninu. Þegar ég var kominn stuttan
veg út með túngarðánum og var að hotta á kindurnar, þá sé
ég hvar maður kemur ríðandi og rekur koffortahest. Þegar
hann temur á móts við mig, stekkur hann af baki, hleypur
upp yfir garðinn og fer að elta mig. Hann hafði enska regn-
slagkápu á herðum, og þarf ekki að lýsa þeim ótta, sem greip
mig, svo ungur sem ég var. — Ég hljóp — og hann hljóp —•
og hann hljóp — og hljóp, pollarnir á rnilli þúfnanna skvett-
ust í al’.ar áttir. Seinast endaði leikurinn með því, að ég datt
á einni þúfunni, og yfir mig lagðist þetta ferlíki, sem ég þá á
'svipstundu hélt, að væri Djöfullinn sjálfur. Hjartað í mér
barðist eins og hamar á steðja. Því næst heyri ég sagt með
þrumandi rödd:
— Trúir iþú á Guð föður almáttugan skapara himins og
jarðar?
Það hefði náttúrlega verið alveg sama, að hverju hann hefði
spurt, ég sagði bara í sífellu skælandi: ,,Já! Já! Já! Já!“ Því
næst. reis þetta ferlíki á fætur og yfirgaf mig, fór til hestsins
og reið heim að Veðramóti. En þegar ég rankaði við mér eftir
nokkra hvíld á þúfunni, þá fann ég, að ég hafði í hægri hendi
silfurpening, sem þessi óþekkti ferðamaður hafði gefið mér.
Síðar á ævinni fcomst ég að raun um, að þessi maður var
Lárus Jóhannesson æsingatrúboði, og mun ég minnast hans
lítilsháttar síðar.
Enn er eitt atriði, sem mér er minnisstætt frá bernsku minni
á Veðramóti. Blindan mann bar að garði um hásumar; allt
fólk var á engjum, enginn heima nema ég, krakkinn, og Mar-