Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 56
54
MÚLAÞING
grét ráðskona. Blinda manninum átti að leiðbeina ofan á
Sauðárkrók, en á milli Veðramóta og Sauðárkróks liggur
Gönguskarðsá í djúpu gljúfri og yfir henni brú. Nú voru góð
ráð dýr, Margrét ráðskona fól mér, fjögra ára drengnum, að
fylgja þessum blinda manni og teyma hestinn hans yfir brúna
á Gönguskarðsá í gljúfrinu. Ég gleymi því aldrei, hvað ég
v'arðl hræddur, þegar ég teymdi undir blinda manninum yfir
brúna, með ólgandi, beljandi fossinn undir, en allt fór vel —
og nú flyt. ég frá Veðramóti.
SJÓFEKÐ TIL SEYÐISFJAKÐAR
Þegar ihér var komið sögunni, var faðir minn fluttur til
Seyðisfjarðar á Austurlandi, og hafði hann gjört svo ráð fyrir,
að ég yrði sendur þangað næsta vor. Mér var fylgt ofan á
Sauðárkrók með aleigu mína í poka. Þegar þangað kom, varö
qg undrandi, rak upp stór augu og góndi á allt, sem fyrir
varð, því að slík undur hafði mér aldrei komið til hugar. Sjó-
inn hafði ég aldrei séð, og var það mitt fyrsta verk að hlaupa
ofan í flæðarmál og breiða faðminn hugfanginn móti hverri
haföldu, sem brotnaði við sandinn, og þá fann ég glöggt, þótt
ungur væri, til nálægðar Guðs, og féll í lotning og aðdáun fyr-
ir almætti skaparans, og er ég óviss, að ég hafi nokkru sinni
síðar á ævinni orðið fyrii- jafneinlægum, hjartnæmum, guð-
dómlegum, saklausum og hrífandi tilfinningum.
Áður en mig varði, kom maður nokkur og tók mig með
hendi og leiddi mig fram á bryggju. Úti á höfninni lá gufu-
skip með nafninu Valdemar, smábátar gengu fram og til baka
frá skipi til lands. Þessi náungi hét Steingrímur. Á honum
vissi ég engin ö.nnur dei'li, bara það, að hann átti að skila mér
til föður imíns á Seyðisfirði. Við vorum fluttir um borð tog
ptigum á skipsfjöl. Steingrímur hélt alltaf í höndina á mér,
og veitti ekki af því. Ég skalf eins og hrísla í haustvindi. Hann
fár strax með mig ofan í káetu. Þar var margt fólk .saman-
komið, 'Og lágu sumir í rúmum, sem föst voru á veggjunum
hivert upp af 'öðru. Ég^ leit þetta allt með undrandi augum.