Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 58
56
MÚLAÞIN G
að skipinu, allt var á fleygiferð, og ys og þys heyrðist um allt
þilfarið á Vaidemar.
Allt í einu vat' ég gripinn á loft og kysstur á vangann. Það
var faðir minn, Magnús Sölvason, sem þá var utanbúðarmað-
ur hjá Kristjáni Hallgrímssyni verzlunarstjóra Liverpool.
Verzlunin Liveipool var eign danskrar verzlunar, „útgerða á
íslandi“, og hét aðalmaðurinn Jakobsen. Faðir minn tók mig
strax í hönd, sýndi mér öll verzlunarhúsin og kynnti mig
ýmsum mönnum, þar á meðal bókhöldurum og verzlunanþjón-
um, sem allir voru um þrítugsaldur eins og faðir minn — og
man ég sérstaklega eflir iþessum: Grími Laxdal, Gísla Hjálm-
arssyni frá Brekku í Mjóafirði og Aðalsteini Kristjánssyni
ættuðum úr Byjafirði. Ennfremur leiddi faðir minn mig upp
á aðra hæð í Liverpool, þar sem Einar Thorlacius sýslumaður
hafði skrifstofur, og leizt mér ekki meira en svo á, þegar
hann stcð upp frá borði með alla gylltu hnappana, tók í hönd-
ina á mér og sagði:
— Komdu sæll, þú ert myndarlegur snáði, og rauðhærður
og harðvítugur. Hvernig stendur á því? segir hann við föður
minn, sem hafði dökkt hár. Man ég ekki, hverju hann svaraði.
Allt fannst mér umhverfið, með mönnum, stórkostlegt og fag-
urt, og óskaði ég, að ég væri orðinn stór.
Þessu næst. segir faðir minn:
— Jæja góði, nú skulum við fara, þangað sem ég hef kornið
þér fyrir, þar sem þú átt að búa. Það er indælt heimili, og
þar eru tveir litlir drengir eins og þú. Hann leiddi mig út úr
Liverpool ofan háar tröppur, og svo fórum við yfir dálítinn
læk. Ég leit yfir höfnina, þar sem Valdemar lá fyrir festum
og fleiri skip. Fjöllin á báðar hliðar tóku sínar eigin myndir
í spegilsléttum firðinum, þar sem öldur úthafsins náðu ekki
til að raska ró og friði. Við héldum áfram upp dálitl-a brekku,
þar sem stóðu þrjú hús í þyrpingu. Við komum að efsta hús-
inu með nafnspjaldi yfir dyrunum.