Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 60
58
MÚLAÞING
Eskifjörð; þar var læknir af dönskum ættum, sem Zeuthen
hét, og sagaði hann fætuma af þessum þremur mönnum án
deyfingar, því að deyfingarlyf voru þá ekki þekkt á íslandi
Ég get þess arna hér, vegna þess að ég heid iþetta sé eins-
dæmi í sögu lands og þjóðar, svo langt sem ég veit. Mennimir,
sem misstu fæturna, hétu Þorsteinn, Jón og Jóihann, sem var
húsfaðir minn, sem áður er getið. Ég man það, að ég sá alla
þessa menn, þegar ég var innan tíu ára, ganga á stúfunum.
— Margar hetjur hefur þjóð vor átt á liðnum öldum, og heí
ég minnzt á þrjár.
Prá þeim árum, sem ég átti lieima á Uppsölmn, er mér ým-
islegt minnisstætt, þar á meðal þetta:
Kennarinn í barnaskólanum á Seyðisfirði þessi ár, sem ég
gekk á skólann, hét Hannes1) og var prestaskólakandidat, út-
lærður, en hafði ekki tekið vígslu. Hann varð síðar prestur á.
Hclsfjöllum eystra. Hann var ágætiskennari, listrænn og and-
lega fjölhæfur. Til dæmis tók hann okkur krakkana upp í
fjall öðrumegin fjarðaiins (í fritímum) og gaf okkur blað c‘g
blýant og sagði okkur að mála eða teikna fjöllin hinumegin á
móti, og gaf okkur verðlaun í peningum fyiir beztu teikning-
arnar. Annað, sem hann gjörði við okkur strákana í fríinu,
var að láta okkur skilmast með korðum. Voru þeir allir úr
stáli en egglausir, sem betur fór, en söng í, þegar þeim var
slegið saman, og var skilmingin öll eftir vissum reglum, og
mátiti hver strákur passa sig að bera rétt fyrir, ella lá við
skeinu. Þá gaf kennarinn einnig verðlaun fyrir bezta leikfimi,
og vakti þetta metnað og hugrekki hjá okkur strákunum, en
Hannes sá um, að allt færi friðsamlega og kurteislega fram,
og veitti hér ekki af góðum fo'ringja stundum.
Einu sinni síðdegis bað Sigríður fóstra mín míg að koma
(með isér, hún þyrfti að skipta vatni undir liki, sem væri í
neðsta húsinu við sjóinn. Kona Eggerts skósmiðs hafði andazt
fyrir fáum dögum; hún átti að jarðast næsta dag. Eldingar
1) Hannes Lárus Þorsteinsson f. 20. ág. 1852 á Brimnesi á
Langanesi (Guðfræðingatal). — Á. H.