Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 61
MÚLAÞING
59
hugsana flugu í gegnum höfuð mitt. Dauðan mann hafði ég
aldrei séð. Ég varð bæði forvitinn og hræddur um leið, ég
vildi helzt ekki fara. Þetta var um haust og orðið nærri full-
dimmt. Ég hafði ekki heyrt neitt talað um iþessa dánu konu
áður. Sigríður tók vatn í fötu, tók svo í höndina á mér og
sagði við Sigga og Jóa:
— Verið þið nú góðir drengir á meðan, og lesið þið skóla-
lexíurnar ykk-ar; við Hallur litli komum bráðum til baka.
Hún leiddi mig hægt og gætilega niður brekkuna að neðsta
húsinu við sjóinn; hún opnaði dyrnar og við gengum inn. Á
miðju gólfi í aðalstofunni lá líkið á fjölum, og logaði kertaljós
við höfðagaflinn. Undir fjölunum, sem voru upphækkaðar i
stólhæð frá gólfinu, var stór bali með vatni. Einhver óvið-
kunnanleg kennd fór um mig allan, ég sleppti aldrei taki af
pilsi Sigríðar. Yfir líkinu var hvítt línlak, en andlitið sást upp
undan, náfölt, með innsokknum augum, sem voru lokuð.
Þarna sá ég dauðann í fyrsta sinni, og hljóp ihrollur um mig i
hvert sinn, sem ég leit á dauða andlitið. Sigríður hellti vatn-
inu úr balanum út um dyrnar og hellti svo nýja vatninu úr
fötunni aftur í balann og setti hann undir líkfjalirnar. Svo
kveikti hún á nýju kerti við höfðagaflinn, gjörði krossmark
yfir dauðu konunni; svo leiddi hún mig út úr húsinu og lok-
aði dyrunum. Þungum steini var létt af mínu litla hjarta, og
man ég vairla til, að ég hafi í annað sinn orðið fegnari á
ævinni.
Annað atriði, meðan ég átti heima á Uppsölum, er mér
minnisstætt. Þá hef ég verið á áttunda ári. Einn isunnudag
snemma morguns kom roskin kona úr nágrenninu, prúðbúin,
og sá ég á fóstru minni, Sigríði, að hún hafði búizt við henni,
því að hún bauð hana velkomna og fór strax að punta sig og
fara í fallegustu fötin, sem hún átti til. Jóhann maður hennar
var ekki heima, og strákarnir Siggi og Jói vora að leika sér
með öðrum krökkum niðri í bæjarþorpinu, sem kallað var
Alda. Þar voru verzlanir, barnaskólinn, bakaríið og vertshús-
ið, allt í einni þyrping og fjöldi af krökkum að leika við.
Þegar Sigríður fóstra mín var uppdubbuð og klædd í sín beztu