Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Qupperneq 62
60
múlaþinG
föt, klæddi hún mig í það bezta, sem ég átti til og sagði:
—• Nú skulum við ganga til kirkju í góða veðrinu, alla leið
út að Dvergasteini.
Prestssetrið Dvergasteinn var að vestanverðu Seyðisfjarð-
ar fyrir miðjum firði, hérumbil tveggja mílm gang frá Upp-
sölum, heimili okkar. Ég man, að veðrið var yndislegt þann
dag. Éjg var á að gizka á áttunda ári, eins og áður er getið.
Ég man ekki eftir neinu sérstöku á leiðinni nema ;því, þegar
við komum að Vestdalsánni, þar sem brúin lá yfir ána með
fossinn. undir. Þá fékk ég svima yfir höfuð, en fóstra mín
Sigríður hélt mér fast. Við kcmum til kirkjunnar í tæka tíð.
Hún var gamaldags torfkirkja, með girðingu kringum graf-
reit með steinum og krossum. Fóstra mín leiddi mig gegnum
sáluhliðið, sem kal.að var. Það var eins konar koparhvelfing
á girðingunni fyrir framan kirkjudyrnar. Þegar inn í kirkjuna
kom, va;rð ég sérlega hrifinn. Menn og konur sátu. á bekkjum,
allt var þögult og hljótt. Fóstra mín og konan settust á einn
bekkinn og höfðu mig á milli sín. Binhver djúpur lotningar-
andi hvíldi yfir minni barnslegu sál. Ég hafði alltaf lesið bæn-
irnar mínar á kvöldin áður en ég fór að sofa, svo langt sem
ég mundi, og nú fannst mér, að hér ætti ég að mæta Guði í
fynsþa 1 sinni. Ég beið með ótta og kvíða, en þó lotningu að
sjá prestinn, sama sem lærisvein Jesú Krists. Ég var nefni-
lega byrjaður aö læra kverið, einstöku greinar, en of ungur
til þess að því væri haldið að mér fyrir alvöru, eins og síðar
kom á daginn.
Presturinn á Dvergasteini, sem messaði þennan dag, var
scknarprestur Seyðisfjarðarsafnaðar, séra Jón Bjarnason,
síðar merkur trúarleiðtogi íslendinga í Vestuiheimi. Hann kom
fram í messuskrúða, í svartri kápu með hvítan, stóran kraga
um hálsinn. Hann var tignlegur að sjá. Ég varð strax 'hrif-
inn, þegar hann gekk fyrir altarið og baðst fyrir fyrir framan
myndina af Jesú Kristi, sem var máluð á altaristöfluna. Að
guðsþjónustunni loki.nni héldum við þi'emenningarnir sömu
leið heim til Uppsala. Þetta var í fyrsta sinni á ævinni. sem
ég kom í svokallað guðshús, þótt, fátæklegt væri, og hefur það