Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 63
MÚLAÞING
61
ávallt verið mér minnisstætt síðan og haft meiri áhrif á sál
mína og vakið meiri lotningu fyrir almættinu í mínu trúarlífi
um ævina en allar kirkjugöngur síðan. Það var einlægnin,
þögnin, lotningin, sem hvíldi yfir öllu; enginn tvískinnungur í
hugtarfari, hvorki safnaðarins né prestsins. Allt var í fullu
samræmi hér, sama.nkomið til að leita nálægðar Guðs.
Þegar ég kom til Uppsala aftur eftir þessa fyrstu kirkju-
ferð mína, vorum við öll þreytt eftir langa göngu og meðvit-
andi um það, hvað maðurinn er lítill, þegar hann stsndur
frammi fyrir almættinu eða þjónum þess.
A LANDAMÓTI
Þegar ég var á tíunda ári, kom faðir minn mér fyrir hjá
hjónum á Hánefsstaðaeyrum, sem kallaðar voru, út með aust-
urströnd Seyðisfjarðar. Húsráðendur þar voim Guttormur og
Kristín á Landamóti. Bóndinn stundaði sjávarútgerð. Heimil-
isbragur þar var allur bundinn við hinar fornu, kristilegu trú-
arathafnir, lesin hugvekja á hverju kvöldi og bæn á eftir.
Samt var hin daglega framkoma hjónanna ekki í neinu sam-
ræmi við húslestrana eða helgisiðina, og tek ég fá dæmi iþví
til sönnunar.
Ég var munaðarlaus sem kallað var, hafði hvo-rki föður né
móður á heimilinu. Faðir minn gaf með mér 80 krónur á ári
með því skilyrði, að ég gengi á barnaskóla og fengi got.t at-
læti, en nú var öllu snúið öðruvísi við. Fg var sjaldan sendur
á skóla, heldur þjakaður með líkamlegri vinnu, látinn bera
vatn úr Landamótsánni í tvær kýr langan ve-g í snjó og frosti
í blikkfötum. Þá krepptust á mér báðar hendur utan um kilp-
ina, og síðan hef ég aldrei haft rétta fingur. Svo var ég lok-
aður inni í þessu sama fjósi með Helga Hálfdánarsonar kver
og átti að skila vissri lexíu til Kristínar húsfreyju samdæg-
úns, og ef ég kunni ekki bókstaflega rétt, gaf þessi kristna
kona mér löðrung.
Ein ágætisfjölskylda var búsett. þarna á Hánefsstaðaeyrum.
Það var ekkja að na.fni Kairín, sem átti þrjá syni, Jón, Jóa,
og Bjö-ssa. Þeir fluttu allir síðar og voru búsettii' i Manitoba í