Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 64
62
MÚLAÞING
Kanada. Þessir bræður voru flestir á mínum aldri, þ. e. Jói
og Bjössi. Þeir komu alltaf, þegar þeir vissu, að ég v»ar lok-
aður i.nni með kverið, opnuðu fjósið að aftan og hleyptu mér
út, og svo fóium við að leik-a okkur á skautum eða skíðum, og
síðan fylgdu þeir mér heim og lækkuðu rostann í Kristínu.
Blessuð sé þeirra bræðra minning og þeirra ástkæru móður,
sem gaf mér svo margan góðan bita, þegar ég var svangur.
Hjá þessum hjónum á Landamóti var ég tvö ár, og minnist
ég þess tímabils í ævi minni og æsku með þungu sinni. Faðir
Kristinar húsfreyju v-ar þar á heimilinu. Hlýddi hann mér oft
yfir kverið. Hann var orðinn heymarlítill og rak mér löðrung,
hvoírt sem ég sagði rétt eða rangt. Hann var af almenningi
kallaður Gunnar lagalangur, því að hann stóð ætíð í mála-
ferlum.
Eitt atriði enn má nefna frá veru minni hjá þessu fólki,
áður en ég skil við þann garð. Eitt sinn á sunnudegi, eftir að
lesinn 'hafði verið húslest.ur, varð mér það á að tálga spýtu,
sem strákum, er eiga góðan sjálfskeiðung, er oft hent. Þá kom
Kristín húsfreyja og skammaði mig fyrir athæfið og sagði, að
heilög ritning segði, að það ætti að brenna spænina í lófum
þeirra stráka, sem tálguðu á sunnudögum, og hún var I þann
veginn að framkvæma þessa helgiathöfn, þegar maður hennar
kom að og spurði, hvort hún væi-i með öllu viti.
SNJÓFLÓÐIÐ 1885
Árið 1885 fluttist ég frá Landamóti til föður míns, sem þá
var búsettur í Seyðisfjarðarkaupstað. Hann hafði hætt utan-
búðarstarfi við verzlunina Liverpool og stund-aði smiðar og
málaravinnu á eigin reikning, og því ték hann m:ig til sín.
Varð ég því feginn um stund, en þá kom nýtt öldukast yfir
mig — rauðhærða, freknótta strákinn, því að svoleiðis leit ég
út; hárið stóð eins og ígulker í allar áttir, ógreiðanlegt.
Faðir minn lifði með ráðskonu, sem hét Guðrún Ölafsdóttir.
Hún 'tók strax haldi á mér líkt og Kristín á Landamóti bg
ætlaði >að gera úr mér kristinn mann í hasti. Hún vafcti mig
kl. 7 á hverjum morgni til að lesa biblíusögumar, og átti ég