Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 66
64
MÚLAÞING
af dauðu fólki standa upp úr storknuðum klakabólstrunum.
Var ,það hörmuleg sjón. Fólkið hafði víða elcki verið komið á
fætur og því verið hálfnakið í rúmunum, þegar iþetta voða slys
bar að hö.ndum.
Einn hörmulegur atburður í þessu sambandi var það, að ung
stúlka um tvítugt ætlaði að færa foreldrum sínum kaffi og
brauð í 'rúmið; var hún að sneiða köiku með beittum hnífi,
þegar þruman kom, og fannst hún dauð með hnifinn stunginn
í gegnum sig miðja. Hún hét Henrietta Tostrup, af dönskum
ættum.
Faðir minn flutti mig á baki sér niður í Oddatangahús, sem
kallað var. Þar stóð kona í dyrunum og tók á móti mér, og
hafði hún tekið á móti 40 börnum úr þorpinu þann morgun,
því að margir voru skelkaðir og bjuggust við öðru flóði, sem
því betur aldrei kom.
Orsök flóðsins var sú, að efst, i toppi fjallsins Bjólfur, sem
áður er getið, er djúpur botn eða skál; þar leysir aldrei snjó
á sumrum, hversu góð tíð, sem er, og er iþví stöðugt harð-
fenni þar uppi. Áðu.r en þetta hræðilega snjóflóð geisaði yfir
þorpið, þá hafði snjóað stöðugt af norðaustri og hlaðið snjó-
kyngi í botninn í þrjár vikur samfleytt, og svo kom bloti og
hleypti öllu á stað.
Þ>að tók fleiri vikur að grafa og finna öll líkin í flóðhrönn-
inni, og var þeim öllum safnað saman á ei.nn stað, í vöruhús
í bænum. Þurftu þau öll að þíðast, áður en þau yrðu kistu-
lögð og jarðsungin. Sg man, að faðir minn var mikið við þesæ,
líkfundi. Við strákarnir vorum oft af forvitni á gægjum inn
um glugga og hlupum svo skjálfandi af hræðslu í burtu.
Því er ég nú að skrifa endurminningar *af þessum voðaat-
burði, sem skeði fyrir 67 árum síðan? Sökum þess fyrst og
fremst, að sýnirnar allar og hörmungatnar, sem umkringdu
þetta fámen.na kaupstaðarþorp undir þáverandi náttúrulög-
máli, slimpluðust svo djúpt í mína barnssál, að allt, sem hefur
drifið á daga mína síðan, hefur ekki getað afmáð bessa voða-
legu mynd >a.f snjóflóðing á Seyðisfirði 1885.