Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Qupperneq 67
MÚLAÞING
65
TIL STAKKAHLÍÐAR
Vorið 1885 talaðist svo til með föður mínum og Baldvini
hreppstjóra í Stakkahlíð, að ég réðist þangað sem smali. Þótt
ég væri helzt til ungur, lofaði Baldvin að taka mig 'ið sér end-
urgjaldslaust og gefa mér gott og kristilegt uppeldi, og þótti
föður mínum vænt um þetta mín vegna.
Baldvin og kona hans, Ingibjörg, voru bæði stödd í kaup-
stað á Seyðisfirði þennan fagra júnímorgun, sem faðir minn
gjörði samningana um mig, og átti ég að fara strax með
hreppstjórahjónunum þann dag. Þau komu sjóleiðis á róðrar-
báti og höfðu vinnumann sinn með í förinni. Hann hét Vern-
harður, kallaður Verni.
Nú var öllu/ pakkað í bátinn, og svo var lagt af stað út
fjörðinn um hádegisbil í glaðasólskini og logni. Dýrð Guðs í
náttúrunni skein í öllum áttum. Baldvin og Verni voru undir
árum, og skreið báturinn vel á leið út til hafs.
Seyðisfjörður gengur langt inn í land og mælist 3 danskar
mílur frá botni út til yzfu tanga, en mjótt er landa á milli á
báðar hliðar !og því auðvelt að greina með berum augum
bændabýli og sjávarþorp. Þegar við fórum framhjá Hánefs-
staðaeyrum og Landamóti, sem ég hef áður minnzt á, þá var
ég þakkláfur fyrir að vera nú að kveðja þau heimkynni, hvað
sem á veginum kynni að biða.
Loðmundarfjörður er næsti fjörður til vesturs frá Seyðis-
firði, og var öllum bátum róið eða siglt fyrir Borgarnes, sem
kaliað var. Þegar fyrir nesið kom, blast.i hinn fagri fjörður og
sveit. við. Brjóst mitt þrútnaði út. af fögnuði við þessa dýrð-
legu sjón. Síðar las ég náttúrulýsingar Þoivaldar Thorodd-
sens, þar sem hann segir, að Loðmundarfjörður sé ein feg-
ursta sveit á Islandi frá Guði og náttúrunni gjörð, og þessi
orð hans hafa sannarlega borið sannleikanum vitni, og mun
ég styðja þann málstað margsinnis hér og síðar. Lognaldan
létti róðuri.nn fyrir Baldvini og Verna,, því að hún sfóð af hafi,
þegar við héldum inn fjörðinn. Það var flóð, og hafði hrepp-
sljórinn reiknað það út, að við kæmum að landi á háflóði, oig
það fleytti okkur að landi inn ósinn, sem kallaður var, og svo