Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 68
66
MÚLAÞING
in:n lónið og upp Silungs'rilinn, þar sem árarnar lentu í úða-
grasi á báðar hliðar, en báturinn skreið Ijúft «g hægt áfram,
þar til ekki varð komizt lengra, cg þar með var þessari k*aup-
staðarferð hreppstjórahjcnanna lokið. Nú sást glöggt heim að
höfuðbóliuu Stakkahlíð. Það stóð í hárri brekku og margir
stofustafnar og þil, sem fram vísuðu, hvítmáluð og tiguleg á
sólbjörtum degi. Éig fann til kitlana í huganum, að ég skyldi
nú eiga að eiga þam*a Iheima.
Tveir vinnumenn komu niður frá bænum og affermdu bát-
inn ásamt Vernharði, sem var í förinni. Hreppstjórinn, frúin
og ég gengum lausbeizluð heim að bænum. Úti á hlaðinu stóð
margt man.na, mest konur og unglingar. Allir fögnuðu heim-
komu hjón*anna, og auðsjáanleg virðing og gleði sást á hverju
andliti. Ég fór ekki varhluta af athyglinni, allir störðu á mig,
þenna.n nýja smala, sem átti að verða. Sonur og dóttir frú
Ingibjargar af fyrr*i hjónabandi stóðu þarna á stéttinni og
störðu mjög mikið á mig. Hann hét Einar Sveinn, en systir
hans Björg. Paðir þeirra, Einar Sveinn, hafði drukknað nokkr-
um árum áður. Björg var á að gizka 14 ára, en Ein*ar Sveinn
á mínum aldri.
Eftir að við komum inn í bæinn, var okkur gefinn matur
og mjólk, og svo kynnti frú Ingibjörg mig heimafólkinu:
— Þett.a er nýi smalinn okkar. Er hann ekki pattai*alegur,
rauðhærður og freknóttur, líklega af írsku kyni?
Allir fc.ru að skellihlæja nema ég. Eftir stutta stund féll allt
í ljúfa löð með okkur krökkunum; við fórum út um tún og
bæj*arhús að ieika okkur.
GÁTA
San'in hanga seggir tveir,
við saurinn búa.
Næturkulda þola þeir
og þrældómslúa.
Frá Önnu Gunnarsdóttur í Dagverðargerði.