Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 72
Sigurður Vilhjálmsson :
Héroðsvðld í Húlasýslu
ó fjórtdndu 09 fiimtdndu öld
FORSPJAl/L:
Það mun ;vera óhætt að gera ráð fyrir því að ÞorMarður
Þórarinsson hafi farið með konungsumboð í báðum Múlasýsl-
um, fyrst eftir að konungsdæmi hófst á íslandi, og Oddur
sonur hans og/eða e. t. v. aðrir nákomnir þeim. Heimildir eru
ekki t.iltækar, svo að hægt sé að gera þessu efni þau skil sem
æskilegt væri. Líkur benda þó til að forfeður Páls Þorvarðar-
sonar á Eiðum hafi farið með sýsluvöld. Oddur Þorvarðarson
dó 1301. Líklegt er að sá Þórarinn Oddsson er getur í Valla-
nesártíðaskrá hafi verið sonur hans. Þó er ekki líklegt lað
Páll Þorvarðarson hafi verið afkomandi þessa Þórarins. Það
má -ítlelja víst að Páll hafi verið valdamaður í Míúlasýslum
isíðari hluta fjórtándu aldar, hann dó í svarta dauða 1402.
Kona Þorvarðar föður Páls, og móðir hans, var Ragnhildur
Karlsdóttir á Eiðum, a. 1. af kyni Ögmundar í Kirkjubæ. Virð-
ingamenn hafa þeir verið Karl og Arnór feðgar á Eiðum, en
óvíst að þeir hafi haft sýsluvöld. Hins vegar er líklegt að Þor-
varður faðir Páls hafi haf.t eitthvert umboð í Múlasýslu, þótt
það verði ekki sannað. Vafalaust hafa verið konungsumboðs-
menn á Austurlandi frá því að landið gekk undir konung, og
engir verið líklegri til að fara með það en forfeður Eiða-Páls.
Bogi Benediktsson telur í Sýslumannaævum að Runólfur Páls-
son hafi haft einhver völd. Líkiega hefur það verið í umboði
Páls Þorvarðarsonar, ef svo hefur verið. Páll sonur Runólfs
■er og talinn sýslumaður, og hefur hann orðið það að Eiða-
Páli iátnum, en a. 1. verið önnur hönd hans meðan hans naut
við. Árni biskup mildi fór með hirðstjóravald um skeið, hann
kvittaði Pál Runólfsson fyrir konungsgjaldi af Suður-Múla-
sýslu 1418.
Kona Eiða-Páls var Sesselja Þorsteinsdóttir. Hún mun hafa