Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Qupperneq 73
múlaþinG
Yi
verið systir séra Páls Þorsteinssonar í Kirkjubæ í Hróars-
tungu, og sonur hans var Runólfur sá er getur hér 'áðui*.
Séra :Páll fór utan 1391 og andaðist í Noregi skömmu eftir
komu ^ína þangað. Árið eftir hófust deilur um arf eftir hann
milli Páls Þorvarðarsonar og Runólfs sonar séra Páls. Dómur
í því máli var kveðinn upp 1393, og var Eiða-Páli dæmdur
arfurinn, „hélt Runólfur sem áður“. (Flateyjarb.IV.bls.365—
368). Það liggur ekki ljóst fyrir, hvers vegna Eiða-Páll ágirn-
ifet arf eftir séra Pál mág sinn. Að hann fær sér dæmdan
arfinn, bendir til þess að arfur eftir foreldra þeirra séra Páls
og Sesselju hafi staðið inni í búi séra Páls, en um það verður
þó ekkert fullyrt hér. Eiða-Páll hefur þó látið gott heita að
vinna málið, en leyft Runólfi að halda fénu.
Af því sem hér hefur verið bent á, er líklegt að þeir feðg-
ar, Runólfur og Páll, hafi haft einhver sýsluvöld með Eiða-
Páli meðan hann lifði og Páll Runólfsson að honum látnum,
eitthvað fram eftir fimmtándu öld.
Það er sitthvað sem styður að þeir feðgar, Gamli Marteins-
son og Marteinn sonur hans, hafi farið með sýsluvöld í Múla-
sýslum, eins og talið er í Sýslumannaævum.
Með konu sinni, Ingbjörgu dóttur Eiða-Páls, fékk Loftur
ríki á Möðruvöllum miklar eignir í Múlasýslum, sem hafa
þurft mikils eftirlits. Loftur og Ingibjörg höfðu mikil áhrif
og voru í vináttu við æðstu valdsmenn. Af ýmsum fornbréf-
um sést að þeir Loftur ríki og Gamli Marteinsson hafa verið
nákunnugir. Gamli er oftast talinn næstur Lofti, þar sem
þeirra getur beggja, og sýnir það að Gamii hefur verið talinn
næstur að virðingu á eftir Lofti, sem alltaf var talinn fyrstur.
Þetta, og svo það að Gamli og Marteinn sonur hans flytjast
að Ke.tilsstöðum, er var eitt af höfuðbólum Lofts og Ingi-
bjargar, sýnir að það er samband milli veru og valda þeirra
Gaimla og Martetns eystra og eigna og áhrifa Lofts ríka á
Austurlandi. Það er einmitt þess vegna sem þeir feðgar hafa
haft sýslu þar og jafnframt umboð yfir eignum Lofts á Aust-
urlandi. Svo hefur staðið þar til Bjarni Marteinsson kom til
sögunnar. Fyrir miðja fimmtándu öld virðist Gunnlaugur
Guðmundsson hafa fengið eitthvert umboð, a. 1. sýslu. Gunn-
laugur mun hafa verið Norðlendingur. Hann keypti Torfa-
staði og Skálanes nyrðra í Vopnafirði 1417.