Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 74
72
MÚLAÞING
BJAKNI >1 VHTKINSSON (Hákarla-Bjarni)
uppruni hans og ætterni
Það er upphaf þessa máls, að Loftur ríki Guttormsson átti
fyrir konu Ingibjörgu Pálsdóttur Þorvarðarsonar á Eiðum.
Páll var afkomandi Þorvarðar Þórarinssonar, sem nefndur
hefur verið síðasti goðinn. Kona Þorvarðar Pálssonar og móð-
ir Páls var Ragnhildur Karlsdóttir á Eiðum, Arnórssonar a
Eiðum. Arnór hefur verið sonar- eða dóttursonur Ögmundar
Helgasonar og Steinunnar Jónsdóttur í Kirkjubæ. Steinunn
var dóttir Jóns Sigmundssonar og líklega fædd á Valþjófsstað.
Skal þetta ekki rakið frekar hér.
Eiðamenn munu hafa verið allmiklir valdamenn og auðugir.
Þau Páll Þorvarðarson og Sesselja Þorsteinsdóttir kona hans
dóu bæði í Svarta dauða 1403. Sesselja var systir séra Páls
Þorsteinssonar í Kirkjubæ í Tungu, en hann lézt í Noregi
1391. Runólfur Pálsson, sem talið er að hafi verið um tíma
sýslumaður, var sonur séra Páls og þá bróðursonur Sesselju
konu Eiða-Páls. Sennilega hefur Runólfur verið lögsagnari
Páls á Eiðum um það leyti sem Svarti dauði gekk, og þá lík-
legast farið með sýsluna um stund við fráfall Páls. Þetta
verður ekki rakið nánar hér.
Þegar þau Eiðahjón féllu frá, hlaut Ingibjörg dóttir þeirra,
kona Lofts ríka, helming eigna þeirra. Þau Loftur bjuggu á
Möðruvöllum og hafa því þurft að hafa umboðsmann til að
gæta eigna sinna í Múlasýslu. Vafalaust hafa þau falið Run-
ólfi eða Páli syni hans eftirlit með eignunum. Arni biskup
Ölafsson hinn mildi kvittaði Pál Runólfsson 23. júlí 1418 fyr-
ir vísaeyri og landskuldum af sýslu og umboði milli Jökulsár
og Norðfjarðarnípu. Að Páll Runólfsson er nú sýslumaður á
þessu svæði, er vafalaust að frumkvæði Lofts ríka — sem var
mikill áhrifamaður — og Ingibjargar konu hans.
Þess verður að geta hér að Loftur hafði átt nokkur börn
með Kristínu Oddsdóttur frændkonu sinni, óskilgetin. Þau
voru þremenningar og því of skyld til þess að mega ganga í
hjónaband. Loftur gaf því út bréf 20. apríl 1430, þar sem
hann ráðstafar til þriggja sona sinna og Kristínar 300 hundr-