Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 75
MÚLAÞING
73
aða til hvers þeirra í löndum og lausum aurum. I bréfinu
segir ennfremur: ,,Enn Páls ætt Þorvarðarsonar á Eiðum,
Njarðvík og Ketilsstöðum“. (fbr.IV.bls.406). Þessi fyrirmæli
sýna að þessar jarðir hefur Eiða-Páll átt og Loftur fengið
þær með konu sinni, Ingibjörgu dóttur Páls.
Nú verður að geta þess að Gamli Marteinsson er talinn að
hafa búið á Ketilsstöðum. Gamli var Eyfirðingur og hefur
verið nákunnugur Lofti ríka. Hann kemur nokkrum sinnum
við bréf og er þá oftast skráður næstur Lofti ríka, ei' þeir
voru báðir við gjörninga riðnir. Gamli bjó í Lögmannshlíð um
1410, en flytur um þær mundir að Ljósavatni, og þá jörð og
fleiri seldi hann 1431 og hefur þá verið um fimmtugt eða
rúmlega það. Hann mun þá hafa flutt austur að Ketilsstöðum,
vafalaust fyrir atbeina Lofts, og a. 1. þá farið með umboð
fyrir eignum Lofts í Múlasýslum, sem um þessar mundir voru
orðnar mjög miklar.
Sonur Gamla var Marteinn, sem bjó á Ketilsstöðum og hef-
ur vafalaust gegnt svipuðum starfa fyrir börn þeirra Lofts og
Ingibjargar eins og faðir hans. Kona Marteins Gamlasonar
var Ragnhildur Þorvarðardóttlir Loftssonar hins ríka og um
líkt leyti, þó e. t. v. nokkru fyrr, sezt Bjarni (Hákarla-Bjarni)
að á Ketilsstöðum. Hann hefur þá um þær mundir fengið ein-
hver sýsluvöld. Marteinn faðir Bjarna var sonur Bunólfs
Sturlusonar. Þau Runólfur og Rannveig, kona Marteins
Gamlasonar, voru systkin. Próventubréfið sem um getur hér
áður, sýnir að Marteinn Gamlason og Rannveig hafa ekki átt
börn á lífi og að Bjarni var ekki sonur þeirra. Marteinn Run-
ólfsson hefur a. 1. borið nafn Marteins Gamlasonar, manns
Rannveigar föðursystur sinnar. E. t. v. hefur Bjarni alizt upp
hjá þeim Marteini Gamlasyni og Rannveigu afasystur sinni
og þau arfleitt hann að þeim eignum sínum sem þau ekki
gáfu Munkaþverárklaustri. Þau munu hafa verið allauðug.
Hákarla-Bjarni hefur vafalaust verið auðugur þá er hann fékk
Ragnhildi. Hannes Þorsteinsson hefur þau orð um Bjarna, að
„vafalaust hefur Bjarni allvel ættaður verið, er hann fékk
dóttur Þorvarðar ríka á Möðruvöllum".