Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 76
74
MÚLAÞING
Runólfur afi Bjarna keypti Laugaland í Hörgárdal 7. apríl
1399 og bjó þar 30 ár (fbr.IV.bls.379). Marteins föður Bjarna
getur í máldaga Bægisárkirkju 1461 (fbr.V.bls. 295).
Jón Narfaíson lögréttumaður á Eiðum hefur um þessar
mundir, þ. e. 1460, verið umboðsmaður Margrétar Vigfúsdótt-
ur, ekkju Þorvarðar ríka Loftssonar í Múlasýslum. Hann til-
kynnir að vitni fjögurra nafngreindra manna 21. júní 1465,
að hann hafi í umboði Margrétar Vigfúsdóttur móður Ragn-
hildar afhent Bjarna Marteinssyni eignirnar, og Bjarni kvitt-
ar fyrir. Eignirnar voru (fbr.V.bls.447) „þrjú hundruð hundr-
aða í jörðum og hálft annað hundrað betur, sextíu kúgildi
búlæg og tólf kúgildi búlæg kirkjunni á Eiðum. Hest og hross,
10 hundruð í geldfé, 10 hundruð í sængum og 10 hundruð í
smjörum og 10 vættir að auk, sex hundruð kúgilda virt innan
stokks í búsgagni og borðbúnaði". Það er stórfé sem Ragn-
hildur færir í búið. Eitt af stórbúum Þorvarðar var á Eiðum
og hefur vafalaust verið svipað, þegar Loftur ríki faðir hans
tók við því með Ingibjörgu konu sinni. Það hefur verið lausa-
fé á Eiðum, sem getur í afhendingarskjalinu. Á Eiðum voru
þeir staddir, þegar afhendingin fór fram 28. maí 1465. Bréfið
er aftur á móti gert á Ketilsstöðum, eins og áður segir, og
þar undirritað af þeim Jóni og Bjarna ásamt Koðrán Jónis-
syni, Þorsteini Pálssyni, Óiafi Hallasyni og Ljófci Þórarins-
syni vottum að afhendingunni. Á því sést að Bjarni hefur enn
búið á Ketilsstöðum 1465. Auk eigna þeirra sem getur hér
áður, byggði Jón í umboði Margrétar, Bjarna 48 kúgildi til
fullrar leigu. Jarðeignir þær sem Ragnhildur fékk, hafa verið
Eiðar, Ketilsstaðir og Njarðvík og einhverjar fleiri jarðir, sem
eikki er kunnugt um.
Bjarni hefur tekið við búi á Ketilsstöðum, áður en þau
Ragnhildur stofnuðu til hjúskapar. Hann hefur tekið þar við
stórbúi af Marteini Gamlasyni.
Vegna þess að Bjarni hefur fengið eignir þeirra Marteins
Gamlasonar og Rannveigar Sturludóttur, hafa fræðimenn
álitið að hann hafi verið sonur þeirra (B.B.Sýslum.æv.).
Marteinn Runólfsson frá Laugalandi, faðir Bjarna, mun